• blatt_abstrakt

Dagur verkfræðinnar 2020 - Ertu með hugmynd?

Dagur verkfræðinnar 2020 verður haldinn 27. mars.

17. des. 2019

Dagur verkfræðinnar verður haldinn í sjötta sinn föstudaginn 27. mars 2020 á Hilton Reykjavík Nordica.

Sem fyrr er stefnt að fjölbreyttri og spennandi dagskrá. Dagskráin hefst kl. 13 og verða fyrirlestrar og kynningar í þremur opnum fundasölum.

Markmiðið með Degi verkfræðinnar er að kynna verkfræðina, spennandi verkefni og störf á því sviði og ekki síst efla tengsl og samheldni meðal íslenskra verkfræðinga og tæknifræðinga. Enn er tími til að skila inn góðum hugmyndum og tillögum að fyrirlestrum.

Dagur verkfræðinnar hefur vakið athygli og verið vel sóttur af félagsmönnum VFÍ og öðru áhugafólki. Á sjötta hundrað manns mættu á Dag verkfræðinnar í fyrra.

Ábendingar og tillögur vegna Dags verkfræðinnar 2020 má senda með tölvupósti: sigrun@verktaekni.is

Öll velkomin og aðgangur er ókeypis.