• Dagur-verkfraedinnar-3

Fjölskyldudagur verkfræðinnar

Góð mæting í sumarveðri.

29. ágú. 2018

Dagur-verkfraedinnar-6Það var mjög góða þátttaka á Fjölskyldudegi verkfræðinnar sem VFÍ hélt í Húsdýragarðinum 26. ágúst. Þetta var í annað sinn sem félagið stendur fyrir þessum viðburði.  Góð stemmning var og Vísindasmiðja HÍ og Stjörnu-Sævar vöktu mikla hrifningu. 

Dagur-verkfraedinnar-2Í farandsýningu Vísindasmiðjunnar eru í boði tilraunir, þrautir, tæki, tól, leikir og óvæntar uppgötvanir fyrir alla aldurshópa. Gestir geta meðal annars kynnst undraverðum eiginleikum ljóss, lita, hljóðs og rafmagns, teiknað listaverk með rólu, leikið á syngjandi skál, smíðað vindmyllu, mótað heillandi landslag og margt fleira. Öll fjölskyldan getur upplifað vísindin með lifandi hætti, uppgötvað og leikið sér af hjartans list.

Stjörnufræðingurinn Sævar Helgi Bragason eða Stjörnu-Sævar eins og hann er kallaður hefur haft brennandi áhuga á alheiminum frá því að hann man eftir sér. Hann er meðal annars ritstjóri Stjörnufræðivefsins og formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness. Sævar hefur einstakt lag á að fræða börn og fullorðna um alheiminn og undur hans. 

Ungir og gamlir kunnu vel að undraheim vísindanna. Fleiri myndir eru á Facebook síðu VFÍ.