Launahækkanir og gildistími samninga

Fyrsti kjarasamningur rennur út 1. nóvember 2022.

31. jan. 2022

Um áramótin hækkuðu laun samkvæmt kjarasamningum VFÍ gagnvart Samtökum atvinnulífsins, Ríkinu og Félagi ráðgjafarverkfræðinga um kr. 17.250.- Hækkunin var heldur meiri hjá sveitarfélögunum eða kr. 25.000.- 

Ekki hefur verið samið um frekari hækkanir á árinu. Af stærri samningum rennur fyrstur út kjarasamningur VFÍ við Félag ráðgjafarverkfræðinga, eða 1. nóvember. 

Yfirlit yfir gildistíma kjarasamninga VFÍ.

Samtök atvinnulífsins - ótímabundinn réttindasamningur.
Félag ráðgjafarverkfræðingar - 1. nóvember 2022.
Ríki - 31. mars 2023.
Reykjavíkurborg - 31. mars 2023.
Samband íslenskra sveitarfélaga - 31. mars 2023.

Einstök fyrirtæki sem VFÍ gerir samninga við:
Rarik - 31. október 2022.
Orkuveita Reykjavíkur - 1. apríl 2022.
Landsvirkjun og Landsnet - samningur gildir til 1. nóvember 2022. 

Sjá nánar hér um alla gildandi kjarasamninga VFÍ.