Fjármögnun tækni- og þekkingarfyrirtækja

Samlokufundur VFÍ fimmtudaginn 26. janúar.

12. jan. 2017

Á Samlokufundi, fimmtudaginn 26. janúar, munu stofnendur Crowberry Capital fjalla um fjármögnun þekkingarfyrirtækja á fyrstu stigum. Spáð verður í þróun fjármögnunarumhverfisins á Íslandi og einstaka atvinnugreina. Tölulegar staðreyndir viðraðar um fjárþörf, verðmöt og ávöxtunarkröfur.

Á Íslandi skortir ekki hugmyndir, þekkingu og framkvæmdagetu. En enn er þörf fyrir þekkingarfjármagn og stöðugt efnahagsumhverfi. Fjármagn þarf að vera til staðar á mismunandi vaxtastigum fyrirtækja svo þau vaxi og dafni en í dag er mestur skortur á fjármagni á stiginu sem tekur við af Rannís styrkjum og englafjárfestum og brúar bilið til fjárfesta sem fylgja eftir lengra komnum fyrirtækjum. Crowberry Capital ætlar að fjárfesta í þessum fyrirtækjum.

Crowberry Capital er sjóður í mótun sem byggir á víðtækri reynslu af uppbyggingu  tækni- og þekkingarfyrirtækja. Stofnendur hans munu fjalla um undirbúning sjóðsins og áskoranirnar framundan.

Helga Valfells - Harvard BA, London Business School MBA. Varaformaður stjórnar Íslandsbanka og stjórnarmaður í Mentors og Dohop og stjórnarformaður Frumtaks. Framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins undanfarin 7 ár.

Hekla Arnardóttir – C.S.-próf frá HÍ. Starfaði hjá Össuri í 12 ár og setti meðal annars upp skrifstofu Össurar í Kína. Meðstjórnandi í 6 þekkingarfyrirtækjum. Fjárfestingastjóri hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins undanfarin 7 ár.

Jenný Ruth Hrafnsdóttir – Dipl.-Ing. frá Karlsruhe. Stjórnun tæknisprota frá MIT Medialab. Skráð einkaleyfi og hönnunarverndir. Stjórnarmaður fjögurra tæknifyrirtækja og stjórnarformaður tveggja. Fjárfestingastjóri hjá Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins undanfarin 3 ár.

Fundurinn verður í Verkfræðingahúsi fimmtudaginn 26. janúar kl. 12-13. Að venju fá félagsmenn VFÍ ókeypis samlokur og drykki. Aðrir greiða sanngjarnt verð fyrir. Allir velkomnir.