Ný bók: Haugseldur - Veraldarsaga verkfræðings

Tilboð til félagsmanna VFÍ.

23. nóv. 2018

Nýverið kom út bókin Haugseldur - Veraldarsaga verkfræðings sem er ævisaga Péturs Stefánssonar verkfræðings og fyrrverandi formanns VFÍ. Pétur lýsir vel bernsku- og uppvaxtarárum sínum á Héraði, námsárum í Menntaskólanum í Reykjavík og verkfræðinámi í München í Þýskalandi á miklum umrótstímum. Verið er að reisa Þýskaland úr rústum nasismans og lesendur fá að kynnast aðstæðum þeirra sem lifað höfðu hildarleik styrjaldarinnar. Á bókarkápu segir einnig orðrétt: „Starfsævi Péturs sem verkfræðings spannar framkvæmdasögu Íslendinga á síðari hluta tuttugustu aldar, þegar þjóðin varð sjálfbjarga hvað verkkunnáttu varðar. Hann lýsir verkefnum sínum af verkfræðilegri nákvæmni en jafnframt stílkunnáttu þess sem alla tíð hefur sótt í lestur og fróðleik." 
Bókin er búin fjölmörgum ljósmyndum.

Haugseldur - Veraldarsaga verkfræðings er til sölu í Pennanum - Eymundsson og er viðmiðunarverð kr. 7.000.- Félagsmönnum Verkfræðingafélags Íslands býðst að kaupa bókina á sérstökum vildarkjörum eða kr. 5.000.- Hægt er að kaupa bókina á skrifstofu félagsins.

Viltu lesa textann á bókarkápu? - Þá er hér pdf.