Páskaúthlutun Orlofssjóðs VFÍ

Umsóknarfrestur er til 11. mars.

28. feb. 2019

Nú gefst kostur á að sækja um dvöl í orlofshúsum OVFÍ um páskana 2018.

Umsóknarfrestur er til og með 11. mars.

Leigutíminn er 18. - 25. apríl  2019.  Orlofsleiga er kr. 20.000.- (Nema stóra húsið, Álfasteinssund 21 í Hraunborgum kostar kr. 25.000.-).

Sem fyrr er úthlutað eftir punktaeign sjóðfélaga.

Punktafrádráttur er eins og að sumri og í vetrarfríum grunnskólanna, þ.e. 36 punktar.

Sótt er um á orlofsvef VFÍ: http://www.orlof.is/vfi/ (velja:„Umsókn um úthlutun á stikunni efst“).

Athugið að bókanir eru ekki endurgreiddar. Ef afpantað er með lengri en einnar viku fyrirvara myndast inneign að hámarki 75% sem nýtist umsækjanda við næstu umsókn.
(Ef afpantað er með viku eða styttri fyrirvara myndast ekki inneign).

Tekið skal fram að kerfið heimilar mínuspunktastöðu, þ.e. – 36 punkta.

Upplýsingar um orlofssjóðinn.

Athugið að neðst á þeirri síðu eru upplýsingar um hvernig á að skrá sig inn og sækja um.

Ný íbúð á höfuðborgarsvæðinu

Í stað íbúðarinnar við Þverholt í Reykjavík hefur Orlofssjóðurinn tekið á leigu glæsilega útsýnisíbúð við Nónhæð 2 í Reykjavík. Íbúðin er rúmgóð og björt og stutt er inn á helstu stofnbrautir. Íbúðin er mun rúmbetri en sú í Þverholtinu. - Þrjú svefnherbergi með svefnplássi fyrir allt að sjö manns.