• Stigi.pmjpg

Samningur við FRV samþykktur

Niðurstöður rafrænnar atkvæðagreiðslu.

24. jún. 2019

Niðurstöður rafrænnar atkvæðagreiðslu um kjarasamning Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ) við Félag ráðgjafarverkfræðinga (FRV) liggja fyrir. Samningurinn var naumlega samþykktur. Já sögðu 50,8%. Nei sögðu 49,2%. 607 voru á kjörskrá og þátttaka í atkvæðagreiðslunni var 59,3%. 

Innihald samningsins

Þann 29. maí var undirritaður nýr kjarasamningur milli Verkfræðingafélags Íslands (VFÍ) og Félags ráðgjafarverkfræðinga (FRV). Þessi samningur hefur nú verið samþykktur.

Samningurinn felur í sér samsvarandi launahækkanir og ákvæði um styttingu vinnuvikunnar og hagvaxtarauka og samið var um í lífskjarasamningi aðildarfélaga ASÍ og SA í apríl 2019. Að auki felur samningurinn í sér eingreiðslu upp á kr. 26.000.- sem samsvarar orlofsuppbótarauka skv. lífskjarasamningnum. Launahækkanir samkvæmt samningnum eru eftirfarandi:

1. maí 2019. Hækkun mánaðarlauna um kr. 17.000.-
1. júní 2019. Eingreiðsla kr. 26.000.-
1. apríl 2020. Hækkun mánaðarlauna um kr. 18.000.-
1. janúar 2021. Hækkun mánaðarlauna um kr. 15.750.-
1. janúar 2022. Hækkun mánaðarlauna um kr. 17.250.-