• nemar í HÍ

Starf og ábyrgð verkfræðinga

Fyrsta árs námskeið í umhverfis- og byggingarverkfræði.

12. okt. 2017

Fyrsta árs nemar í umhverfis- og byggingarverkfræði sitja námskeiðið Starf og ábyrgð verkfræðinga. Markmiðið með námskeiðinu er að lýsa störfum, siðfræðilegri ábyrgð og fagmannlegum vinnubrögðum hjá verkfræðingum. Því er ætlað að veita nemendum grunn til að skilja siðfræðilegar skyldur sínar gagnvart umhverfi, samfélagi, faginu og sjálfum sér. Það veitir innsýn í störf verkfræðinga í fortíð, nútíð og framtíð.  Gefið er yfirlit yfir hin fjölþættu starfsvið verkfræðinga á íslenskum og erlendum atvinnumarkaði. 

Fulltrúar VFÍ mæta í eina kennslustund og fara yfir hvað felst í því að vera lögvernduð starfsstétt og kynna starf félagsins. Einnig er farið yfir siðareglur VFÍ og siðfræðilega ábyrgð verkfræðinga og tekin dæmin um siðfræðileg álitaefni. 

Um kynninguna sáu Árni B. Björnsson framkvæmdastjóri VFÍ sem kynnti starfsheitið og félagið og Guðrún A. Sævarsdóttir, fyrrum stjórnarmaður í VFÍ og deildarforseti Tækni- og verkfræðideildar HR sem fór í siðfræðihlutann.