• Mynd frá Úganda

Verkfræðingar fyrir alþjóðlega þróun

Þróunarverkefni í Úganda.

9. apr. 2017

Á morgun verður upphafsfundur fyrir þróunarverkefni í Úganda. Yfirskriftin er Engineers for Global Development og svipar til Lækna án landamæra. Fyrir því stendur Kyle Edmunds doktorsnemi í heilbrigðisverkfræði í HR ásamt öðrum. Verkefninu er ætlað að fá verkfræðinga og verkfræðinema til að vinna að þróunarverkefnum víða í heiminum.  Fundurinn verður þriðjudaginn 11. apríl í stofu M105 í Háskólanum í Reykjavík og hefst kl. 17. Um verkefnið og fundinn.