Aukum áhuga ungs fólks á vísindum og tækni

Félagið er styrktaraðili Hönnunarkeppni HÍ og First Lego League.

2. feb. 2022

VFÍ styður dyggilega við bakið á Hönnunarkeppni HÍ og First Lego League - hönnunarkeppni grunnskólanna. 

báðar keppnirnar fara fram laugardaginn 5. febrúar. 

Legokeppnin er venjulega haldin í nóvember á hverju ári í Háskólabíói, þar sem keppnislið mæta og taka þátt í skemmtilegri og spennandi keppni. Samkomutakmarkanir vegna Covid-19 gerðu það að verkum að keppninni var frestað fram yfir áramót og að lokum var hún færð yfir á netið. 

Þátttakendur eru nemendur, á aldrum 9-16 ára, frá níu grunnskólum víðs vegar af landinu og samtals eru tíu lið sem taka þátt í keppninni í ár. Háskóli Íslands heldur utan um keppnina á Íslandi ásamt Vísindasmiðju Háskóla Íslands og með stuðningi frá Verkfræðingafélagi Íslands. 

Upplýsingar og hlekkur á beint streymi í viðburði á Facebook.

Hönnunarkeppni HÍ

Hönnunarkeppni HÍ verður haldin í 30. skipti þann 5. febrúar næstkomandi í Háskólabíó. Keppnin er skipulögð af nemendum í Iðnaðarverkfræði og vélaverkfræði við Háskóla Íslands. Keppnin gengur út á að búa til tæki sem leysir stutta braut með þrautum. Tækið verður að keyra af sjálfsdáðum og má ekki vera stjórnað af lifandi veru. 


Upplýsingar í viðburði Facebook.