Kosið í stjórnir VFÍ - Kynning á frambjóðendum

Rafræn kosning fer fram dagana 11. - 18. maí 2020

Aðalfundur Verkfræðingafélags Íslands verður haldinn 26. maí 2020 í Verkfræðingahúsi Engjateigi 9 og hefst fundurinn kl. 17. Í boði verður að tengjast í fjarfundi og verða upplýsingar sendar félagsmönnum í tölvupósti.

Í aðdraganda aðalfundar fara fram kosningar í stjórnir félagsins.

Kosning til aðalstjórnar VFÍ - Kosið er um meðstjórnanda og varameðstjórnanda.
Niðurröðun ræðst af atkvæðamagni.

Í framboði eru:

Anna Beta Gísladóttir.
Jóhannes Benediktsson.
Kristján Þorvaldsson.
Þröstur Guðmundsson. 

Kosning til stjórnar Kjaradeildar VFÍ. - Sjálfkjörið.

Kosning til stjórnar Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi í VFÍ. - Sjálfkjörið. 

Kosningin er rafræn og fer fram dagana 11. - 18. maí. Fyrirtækið Maskína sér um framkvæmd kosningarinnar.

Þeir sem ekki hafa skráð netfang geta kosið á skrifstofu Verkfræðingafélags Íslands, Engjateigi 9, 105 Reykjavík.


Stjórnir VFÍ

Aðalstjórn VFÍ. Stýrir málefnum félagsins, sér til þess að skipulag og starfsemi sé í góðu horfi og í samræmi við lög félagsins. 

Stjórn Kjaradeildar. Deild launþega í VFÍ og fer með yfirstjórn kjaramála, m.a. gerð kjarasamninga og reglna fyrir kjarasjóði. (Sjálfkjörið á aðalfundi 2020).

Stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi. Sinnir málefnum stjórnenda og sjálfstætt starfandi og þeirra sem kjósa að standa utan Kjaradeildar. Meginverkefnið er að stuðla að virkri samfélagsumræðu á áhugasviðum félagsmanna. Deildin sinnir ekki kjaramálum. (Sjálfkjörið á aðalfundi 2020).