Orlofssjóður

Sjóðurinn á fjögur orlofshús og eina íbúð: Tvö orlofshús í Hraunborgum í Grímsnesi, eitt í Húsafelli, eitt orlofshús við Árnes í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og íbúð á Akureyri. Þá hefur sjóðurinn leigt til lengri tíma fjögur orlofshús að Stóruborg í Borgarfirði (Klapparholt) og íbúð á Akureyri. Á sumrin er framboðið meira.  Um Orlofssjóðinn.

Félagar í Orlofssjóði eru þeir félagsmenn sem greitt er fyrir í sjóðinn. Iðgjöld í sjóðinn eru 0,25% af launum og eru greidd af vinnuveitanda en einnig geta sjálfstætt starfandi verkfræðingar greitt í sjóðinn.

Sjúkrasjóður

Sjóðurinn tekur þátt í kostnaði sjóðfélaga vegna; Sjúkra- og slysadagpeninga, dánarbóta, fæðingarorlofs, augnaðgerða, líkamsræktar, heilsustyrks og hjálpartækja, tæknifrjóvgunar, ættleiðinga og annarra sérstakra aðstæðna. Um Sjúkrasjóðinn - reglugerð og starfsreglur.

Aðild að Sjúkrasjóði VFÍ eiga félagsmenn á almennum markaði. Styrktarsjóður (sjá hér fyrir neðan) er fyrir starfsmenn hjá ríki, borg eða sveitarfélögum.

Styrktarsjóður

Sjóðurinn tekur þátt í kostnaði sjóðfélaga vegna; Sjúkra- og slysadagpeninga, dánarbóta, fæðingarstyrks, gleraugna, linsa, heilsustofnana, heyrnartækja, augnaðgerða, íþróttaiðkunar, meðferðarúrræða, tannviðgerða, tæknifrjóvgunar, ættleiðinga og annarra sérstakra aðstæðna. Um Styrktarsjóðinn - reglugerð og starfsreglur.

Aðild að Styrktarsjóði VFÍ eiga félagsmenn sem starfa hjá ríki, borg og öðrum sveitarfélögum. Sjúkrasjóður (sjá hér fyrir ofan) er fyrir félagsmenn á almennum markaði.

Starfsmenntunarsjóðir

VFÍ rekur tvo starfsmenntunarsjóði. Annars vegar fyrir félagsmenn sem starfa hjá ríkinu, Reykjavíkurborg og öðrum sveitarfélögum og hins vegar fyrir þá sem starfa á almennum markaði.

Félagsaðild

Árgjald í félagið 2023 er kr. 45.000.- (kr. 3.750.- á mánuði). Ungfélagar greiða ekki félagsgjöld.

Þeir sem lokið hafa viðurkenndu námi í verkfræði eða tæknifræði, BS eða MS prófgráðu, geta orðið félagsmenn í VFÍ. Ungfélagaaðild er fyrir þá sem stunda nám í verkfræði eða tæknifræði.