Stofnanasamningar teljast hluti af kjarasamningi.

Stofnanasamningur er samningur milli fulltrúa stéttarfélags og fulltrúa stofnunar og telst hluti af kjarasamingi.

Kjarasamningar við ríkið eru tvískiptir:

  • Miðlægir kjarasamningar sem kveða almennt á um réttindi og skyldur, miðlægar hækkanir o.s.frv.
  • Stofnanasamningar.

Stofnanasamningur er samningur milli fulltrúa stéttarfélags og fulltrúa stofnunar og telst hluti af kjarasamingi. Í stofnanasamningi er m.a. að finna röðun starfa í launaflokka og viðbætur á laun vegna persónubundinna og tímabundinna þátta.

Með persónubundnum þáttum er átt við þætti sem gera menn hæfari í starfi, til dæmis viðbótarmenntun sem nýtist í starfi og starfsreynsla. Með tímabundnum þáttum er til dæmis átt við viðbótarábyrgð og/eða álag vegna sérstakra verkefna, hæfni, árangurs og/eða frammistöðu.

Staðlað form stofnanasamnings.

Leiðbeiningar vegna staðlaðs forms stofnanasamnings.

Almennt um stofnanasamninga.  - Upplýsingar af vef Stjórnarráðsins.

Stofnanasamningar


Hagstofa Íslands - nóvember 2023
Rannís - apríl 2023
Persónuvernd - febrúar 2023
Landmælingar - október 2022
Skatturinn - febrúar 2022 - Bráðabirgðasamkomulag janúar 2024
Fiskistofa - nóvember 2021
Lyfjastofnun - nóvember 2020
Rannís - júlí 2020
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun - júní 2020
Vinnueftirlit ríkisins - júní 2019
Hagstofa Íslands - janúar 2019
Framkvæmdasýsla Ríkisins - nóvember 2018
Neytendastofa - júlí  2018
Mannvirkjastofnun - júní 2018
ÁTVR- júní 2018
Tryggingastofnun - apríl 2018
Samgöngustofa- janúar 2018
Orkustofnun - desember 2017
Landspítalinn - október 2017
Umhverfisstofnun - maí 2017
Vegagerðin - maí 2017
Sjúkratryggingar Íslands - október 2016
Þjóðskrá Íslands - júní 2016
Nýsköpunarmiðstöð Íslands - mars 2014
Veðurstofan - apríl 2013

Á stett.is er yfirlit yfir alla stofnanasamninga.