Nýr kjarasamningur 2020.

Gildistími kjarasamnings við Samninganefnd sveitarfélaga, sem var samþykktur í júlí 2020, er frá 1. janúar 2020 til marsloka 2023.

Kjarasamningur VFÍ við Sambands ísl. sveitarfélaga 2023. (Niðurstöður atkvæðagreiðslu).

Kjarasamningur VFÍ við Samband ísl. sveitarfélaga 2020. 
Launatafla með hagvaxtarauka 2022. (Sjá töflu_5_2022).

Kjarasamningur VFÍ við Samband ísl. sveitarfélaga 2016.

Heildar kjarasamningur við sveitarfélögin 2011-2014.

Samkomulag um breytingar og framlengingu júní 2014.

Eldri samningar

Júní 2014: Framlenging og breytingar á kjarasamningnum 2011-2014. 

Gildistími og helstu breytingar:

 • Gildistími er frá 1. mars 2014 til 31. ágúst 2015.
 • Breytingar eru gerðar á launatöflu um 2,8% hækkun auki hækkana vegna tilfærslna o.fl.
 • Verðgildi atriða varðandi menntun og reynslu í kafla 10 er fært yfir í launatöflu. Um er að ræða niðurfellingu á persónuálagi vegna 13 ára starfsreynslu 2% og niðurfellingu á 2% mati fyrir 30 ECTS einingar umfram 180 ECTS grunnnám. Nú er miðað við að BS, BA og sambærileg próf gildi sem lágmark óháð einingafjölda á bak við prófið. Um bæði þessi atriði gildir að þeir sem hafa þegar fengið þetta greitt halda þeim rétti en nýráðnir ekki (sólarlagsákvæði).
 • Fjórar bókanir voru gerðar undir lok samkomulagsins sem fjalla um hvað skal gerast í haust.

Júní 2011: Heildarsamningur auk sex bókana

Gildistími og helstu breytingar: 

Kjarasamningur við Samninganefnd sveitarfélaga var undirritaður í júní 2011 og er gildistími hans frá 1. maí 2011 til 31. mars 2014. 

Samningurinn gildir fyrir verkfræðinga, tæknifræðinga og byggingarfræðinga sem starfa hjá þeim sveitarfélögum sem falið hafa Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga samningsumboð sitt.

Launahækkanir samningsins eru:

 • Eingreiðsla að fjárhæð 50.000,- kr. í júní 2011 og 25.000,- kr. 1. febrúar 2012.
 • 1. júní 2011 hækka laun um 4,54 %
 • 1. mars 2012 hækka laun um 3,5 %
 • 1. mars 2013 hækka laun um 4,3%

Orlofsuppbót greidd 1. maí 2013 er 38.000,- kr.

Desemberuppbót greidd 1. desember 2013 er 80.700 kr.

Samkvæmt kjarasamningnum greiða sveitafélögin í eftirtalda sjóði viðkomandi kjarafélags.

 • Í Fjölskyldu- og styrktarsjóð 0,75% af heildarlaunum.
 • Í Orlofssjóð 0,25% í af heildarlaunum.
 • Í Vísinda- og starfsmenntunarsjóð 1,72% af dagvinnulaunum og
 • í Starfsendurhæfingarsjóð 0,13% af heildarlaunum

Þá var sú breyting gerð á samningnum frá fyrri samningi að svokallaðar TV einingar voru felldar út úr samningnum. Verði starfsmenn fyrir miklu áreiti eða mikilli vinnu er gert ráð fyrir að fyrir þá vinnu eða álag verði greidd yfirvinna.

Skoðið ennfremur starfsmat í sérákvæði I um matið og yfirfarið stigin sem er ráða röðun í launaflokka.