Samstarfsvettvangur í kjaramálum og mótandi afl.

VFÍ er lögformlegur samningsaðili um kaup og kjör þeirra félagsmanna sem tilheyra Kjaradeild félagsins.

Sviðsstjóri kjaramála veitir félagsmönnum ráðgjöf og þjónustu og vinnur að sérverkefnum á vegum félagsins.
Sviðsstjóri kjaramála VFÍ er Elsa María Rögnvaldsdóttir.

Stjórn Kjaradeildar VFÍ.

Viðmiðunarsamningur

Í valmyndinni eru kjarasamningar sem VFÍ er aðili að fyrir hönd félagsmanna sinna. Kjarasamningur VFÍ við Samtök atvinnulífsins (SA) er viðmiðunarsamningur á almennum markaði. (Gildistími frá 1. apríl 2011).

Verkfræðingar og tæknifræðingar hafa gert sameiginlega kjarasamninga um langt árabil.