Orlofssjóður VFÍ var stofnaður 1997.

Félagar í Orlofssjóði VFÍ eru þeir félagsmenn sem greitt er fyrir í sjóðinn. Iðgjöld í sjóðinn eru 0,25% af launum og eru greidd af vinnuveitanda.

Í sjóðinn er nú greitt fyrir verkfræðinga og tæknifræðinga hjá ríki og Reykjavíkurborg auk flestra á almennum markaði að undanskildum verkfræðistofum, en þær skila í undantekningartilvikum greiðslum í sjóðinn. Sjálfstætt starfandi félagsmenn geta greitt í sjóðinn einnig eru dæmi um að launamenn greiði sjálfir iðgjöld til sjóðsins.

Að gefnu tilefni skal tekið fram að ungfélagar hafa ekki rétt til að leigja orlofshús OVFÍ nema greitt sé reglulega iðgjald í sjóðinn af vinnuveitanda.

Athugið að bókaðar og greiddar orlofsvikur eru ekki endurgreiddar. Ef afpantað er með lengri en einnar viku fyrirvara myndast inneign að hámarki 75% sem nýtist umsækjanda við næstu umsókn. (Ef afpantað er með viku eða styttri fyrirvara myndast ekki inneign).

Orlofssjóðurinn hefur vaxið hratt og hafa fjölmargir félagsmenn notið orlofsdvalar fyrir tilstilli sjóðsins. 

Orlofssjóðurinn á fimm orlofshús og íbúð á Akureyri. Þrjú orlofshúsanna eru í Hraunborgum í Grímsnesi, eitt í Húsafelli og eitt í Árnesi. Þá hefur sjóðurinn leigt til lengri tíma fjögur orlofshús að Stóruborg í Borgarfirði (Klapparholt). Einnig hefur sjóðurinn tekið á leigu íbúð við Nónhæð í Garðabæ. 

Gæludýr eru einungis leyfð í Klapparholti - Stóruborg nr. 8 og 10.

Framboð á sumrin er meira því sjóðurinn tekur hús á leigu yfir sumartímann.

Á sumrin eru húsin leigð frá föstudegi til föstudags.

Á veturna eru húsin leigð frá fimmtudegi til fimmtudags, verðið er kr. 20.000.- fyrir viku leigu. Nýi bústaðurinn í Hraunborgum er mun stærri en önnur hús og vikan kostar kr. 25.000.- 

Uppsöfnun punkta og frádráttur

Sjóðfélagar safna punktum sem veita réttindi, einn punktur fyrir hvern mánuð sem greitt er í sjóðinn. Vetrarleiga „kostar" þrjá punkta en leiga um sumar, í vetrarfríum og páska 36 punkta. Punktar eru færðir inn í marsmánuði ár hvert og þá fram að áramótum árið á undan.

Félagsmenn VFÍ sem ekki eru í Orlofssjóðnum geta leigt orlofshús með viku fyrirvara og greiða 50% álag á leiguna.

Fyrirspurnir

Bókunarvefur

Í maí 2016 tók Orlofssjóður VFÍ í notkun nýjan bókunarvef fyrir orlofshúsin. Athugið að ekki þarf að skrá sig til að skoða þá kosti sem eru í boði.

Fara á orlofsvef OVFÍ

Hvernig geri ég?

Leiðbeiningar um innskráningu.

Leiðbeiningar til að sækja um.

Ferðaávísun og hótelmiðar

Orlofssjóðurinn hefur í fjöldamörg ár boðið sjóðfélögum að kaupa hótelmiða á niðurgreiddu verði. Athugið að hótelmiðar eru ekki endurgreiddir. Einnig er í boði Útilegukortið og Veiðikortið. Frá og með sumri 2020 er hægt að kaupa Ferðaávísanir sem er inneign sem hægt er að nota til að greiða fyrir gistingu hjá fjölmörgum samstarfsaðilum sjóðsins. Nánari upplýsingar.