Þjónustusamningur við skrifstofu VFÍ.
Skrifstofa VFÍ veitir félagsmönnum í Kjaradeild Byggingafræðingafélags Íslands (KBFÍ) þjónustu á sviði kjaramála.
Félagsmenn KBFÍ hafa fulla aðild að orlofs- og sjúkrasjóðum VFÍ svo framarlega að iðgjöld séu greidd. Einnig eiga þeir vísan aðgang að þjónustu félagsins á sviði kjaramála. Félagsgjald í Kjaradeild Byggingafræðingafélagsins fyrir árið 2025 er kr. 45.000.- (kr. 3.750.- á mánuði).
Skrifstofa VFÍ veitir félagsmönnum ráðgjöf og vinnur að gerð kjarasamninga fyrir hönd félagsins. Fyrirspurnir um kjaramál: kjaramal@verktaekni.isUm orlofssjóð og sjúkra- og starfsmenntunarsjóði
Um er að ræða mismunandi sjóði á opinberum og almennum vinnumarkaði, , nema orlofssjóðurinn er sá sami fyrir báða hópa.
Sjúkrasjóður VFÍ. Fyrir félagsmenn á almennum markaði. Sjóðurinn greiðir sjúkradagpeninga og styrki vegna útlagðs kostnaðar sjóðfélaga, til dæmis vegna líkamsræktar.
Styrktarsjóður VFÍ. Fyrir félagsmenn á opinberum markaði. Sjóðurinn greiðir sjúkradagpeninga og styrki vegna útlagðs kostnaðar sjóðfélaga, til dæmis vegna líkamsræktar.
VFÍ rekur tvo starfsmenntunarsjóði. Annars vegar fyrir félagsmenn sem starfa hjá ríkinu, Reykjavíkurborg og öðrum sveitarfélögum og hins vegar fyrir þá sem starfa á almennum markaði. Styrkir eru veittir til að sækja námskeið og ráðstefnur, kaup á bókum, tölvum o.s.frv. Athugið að þar sem iðgjaldið er mun hærra á opinberum vinnumarkaði eru réttindi meiri.
Starfsmenntunarsjóður VFÍ er fyrir félagsmenn á almennum markaði.
Vísinda- og starfsmenntunarsjóður VFÍ er fyrir félagsmenn á opinberum markaði.
Nánar um starfsmenntunarsjóði VFÍ.
Orlofssjóður VFÍ. Fyrir félagsmenn á almennum og opinberum markaði.
Þjónustusamningur - Ekki félagsaðild að VFÍ
Þjónustusamningurinn felur ekki í sér aðild að Verkfræðingafélaginu. Rétt er að taka fram að aðild að KBFÍ felur ekki í sér rétt til þátttöku í faglegu starfi VFÍ, þ.m.t. Rýniferðum.
Til að umsókn í Byggingafræðingafélag Íslands/Kjaradeild sé samþykkt af stjórn, þarf viðkomandi að hafa fengið löggilt starfsheitið byggingafræðingur. Hægt er að sækja um á vef Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins.
Sækja um aðild að Byggingafræðingafélagi Íslands/Kjaradeild.
Athugið að á árinu 2023 sameinuðust Byggingafræðingafélag Íslands og Stéttarfélag byggingarfræðinga (SFB) sem heitir nú Kjaradeild BFÍ.
Upplýsingar fyrir launagreiðendur.
Stjórn Kjaradeildar BFÍ
Harpa Ingólfsdóttir, formaður | harpa.ingolfsdottir@hms.is |
Ernir Brynjólfsson | ernirb@gmail.com |
Eyjólfur Edvard Jónsson | eyjolfur12@gmail.com |
Magnús Jónasson | magnusjonasson.7@gmail.com |
Ólöf Þrándardóttir | oloft70@gmail.com |
Kjarasamningar
Kjarasamningur við sveitarfélögin í apríl 2023. (Niðurstöður atkvæðagreiðslu).
Launatafla með hagvaxtarauka 2022. (Sjá töflu_5_2022).
Kjarasamningur við sveitarfélögin í júlí 2020.
Kjarasamningur við sveitarfélögin maí 2016.
Kjarasamningur við sveitarfélögin júní 2014.
Kjarasamningar við Samtök atvinnulífsins SA
Kjarasamningur SA við SFB o.fl. gildir frá 8. júlí 2021.
Aðlögun að vinnutímaákvæðum, 5. mars 2021.