Styrkir til endurmenntunar og starfsþróunar.

VFÍ rekur tvo starfsmenntunarsjóði. Annars vegar fyrir félagsmenn sem starfa hjá ríkinu, Reykjavíkurborg og öðrum sveitarfélögum og hins vegar fyrir þá sem starfa á almennum markaði.

Starfsmenntunarsjóður á almennum markaði er tiltölulega nýr sjóður. Ekki er úthlutað úr sjóðnum enn sem komið er.

Starfsmenntunarsjóður VFÍ - Almennur markaður

Í nokkur ár hafa fyrirtæki á almennum markaði greitt 0,22% af öllum launum í sérstakan Starfsmenntunarsjóð.  FRV stofur greiða ekki í sjóðinn en sérstök ákvæði eru um endurmenntun í kjarasamningi. 

Starfsreglur Starfsmenntunarsjóðs VFÍ.

Vísindasjóður VFÍ - Ríki og sveitarfélög

Í kjarasamningum VFÍ við ríki, Reykjavíkurborg og Launanefnd sveitarfélaga er ákvæði um greiðslur í starfsmenntunarsjóð, Vísindasjóð VFÍ.  Þar er einnig umsóknareyðublað. 

Styrkir eru veittir til að sækja námskeið og ráðstefnur, kaup á bókum, tölvum o.s.frv. 

Rafrænt umsóknareyðublað er að finna í valmyndinni. Athugið að skila verður frumriti af reikningum.

Starfsreglur Vísindasjóðs VFÍ.

Reglugerð Vísindasjóðs VFÍ.


Nánari upplýsingar og fyrirspurnir.