Stofnuð 7. febrúar 1941.

Hlutverk deildarinnar er að efla kynningu og samstarf meðal rafmagnsverkfræðinga innanlands og utan, að auka þekkingu félagsmanna í rafmagnsverkfræði og öðrum skyldum fræðigreinum og stuðla að viðgangi rafmagnstækni í landinu.

Stjórn RVFÍ

Kjartan T. Hjörvar, formaðurkjartanthjorvar@gmail.com
Vigfús Gíslason, stallarivigfusg@gmail.com
Einar Pálmi Einarsson, ritarieinarp@mannvit.is
Þórarinn Benedikz, gjaldkeri thorarinnb@gmail.com

Deildin stendur m.a. fyrir fræðslu- og kynningarfundum í Verkfræðingahúsi, heimsóknum og kynnisferðum í fyrirtæki og stofnanir. Þá hefur deildin staðið fyrir metnaðarfullum ráðstefnum, meðal annars um rafbílavæðingu Íslands. Í framhaldinu var stofnaður hópur á Facebook, VFÍ rafbílar til að miðla upplýsingum og skapa umræðu um rafbíla á Íslandi.

Orðanefnd RVFÍ

Orðanefnd RVFÍ er elsta starfandi Orðanefnd landsins. Starf nefndarinnar hefur alla tíð verið mjög metnaðarfullt og hefur hún gefið út 17 bækur.

Rafmagnsverkfræðingur ársins

2006  Sigmar Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda. Fyrir þróun rafeindamælitækja til fiski- og hafrannsókna.
2008  Árni Benediktsson, þróunarstjóri orkusviðs Landsvirkjunar. Fyrir m.a. tæknilegar lausnir við gerð Kárahnjúkavirkjunar. Þór Jes Þórisson, framkvæmdastjóri Tæknisviðs Símans. Fyrir framlag sitt við að koma Símanum í röð framsæknustu röð símafélaga og fyrir að vera ötull stuðninsmaður þekkingarleitar og rannsókna.
2010 Björgvin Guðmundsson, einn af stofnendum Nox Medical. Fyrir m.a. nýsköpun og framþróun í tækjabúnaði á sviði svefngreiningar.  
2013 Jón Atli Benediktsson, prófessor við Háskóla Íslands og aðstoðarrektor vísinda og kennslu. Fyrir rannsóknir í stafrænni myndvinnslu og mynsturgreiningu, meðal annars á sviði fjarkönnunar. Einnig þróun lækningatækja en Jón Atli er einn af stofnendum Oxymap ehf. sem selur tæki til súrefnismælinga í augnbotnum án inngrips.