VFÍ var stofnað 19. apríl 1912.

Verkfræðingafélag Íslands var stofnað 1912 og Tæknifræðingafélag Íslands 1960. Þann 1. desember 2016 sameinuðust félögin undir heiti VFÍ. - Verkfræðingafélag Íslands - félag verkfræðinga og tæknifræðinga.

Fánar VFÍ fyrir utan HörpuVerkfræðingafélag Íslands var stofnað 1912. Verkfræðingum fjölgaði hægt framan af öldinni og voru félagsmenn í VFÍ innan við eitt hundrað árið 1940. Í dag eru félagsmenn VFÍ rúmlega 5000.  Tæknifræðingafélag Íslands var stofnað 1960 og voru félagsmenn um 1300 þegar félagið sameinaðist VFÍ.

Heiðursfélagar og handhafar heiðursmerkis Verkfræðingafélags Íslands.

Störf verkfræðinga og tæknifræðinga ná yfir stöðugt stærra svið og má segja að nám í þessum greinum veiti aðgang að nánast hvaða starfsvettvangi sem er. Fyrir rúmum eitt hundrað árum mátti fyrsti íslenski verkfræðingurinn, og þeir sem á eftir honum komu næstu áratugina, búa við takmarkaðan skilning á menntun sinni og getu. 

Félög sameinast

Á árinu 2011 sameinuðust Verkfræðingafélag Íslands og Stéttarfélag verkfræðinga undir heiti þess fyrrnefnda. Þar með varð til eitt öflugt félag þar sem unnið var að faglegum og kjaralegum hagsmunum.

Á vormánuðum 2016 hófst vinna við að kanna forsendur fyrir sameiningu Verkfræðingafélags Íslands og Tæknifræðingafélags Íslands. Félögin höfðu þá rekið sameiginlega skrifstofu í 22 ár. Ákveðið var að leggja sameiningartillögu fyrir félagsmenn og var hún samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu. Samruni félaganna varð að veruleika 1. desember 2016 og tók sameinað félag formlega til starfa 1. janúar 2017 undir nafni Verkfræðingafélags Íslands. 

Verkfræðingafélag Íslands er sérstakt að því leyti að innan félagsins er öflugt faglegt starf samhliða kjaratengdum verkefnum. Félagið er því mikilvægur samstarfsvettvangur til þess að efla verkfræðilega og vísindalegu þekkingu. VFÍ stendur vörð um lögverndað starfsheiti og gæði verkfræðinámsins og vinnur að hagsmunum félagsmanna sinna á breiðum grundvelli til framtíðar. 

VFÍ í 100 ár

Í tilefni af 100 ára afmæli Verkfræðingafélags Íslands var gefin út bókin VFÍ í 100 ár og er þar rakin saga félagsins og verkfræðinnar á Íslandi í máli og myndum. Bókin er til sölu á skrifstofu VFÍ.

Saga TFÍ - Gefin út á 50 ára afmæli félagsins 2010

Tækni fleygir fram - Tæknifræði á Íslandi og saga Tæknifræðingafélags Íslands. Höf. Guðmundur Magnússon. Útg. Iðnsaga Íslendinga og Hið Íslenska bókmenntafélag. Bókin er til sölu á skrifstofu félagsins.