Fyrir efnilega stúdenta í tækniháskólum á Norðurlöndum.

Námssjóður J.C. Möller frá 6. október 1938 veitir styrki til efnilegra íslenskra stúdenta sem stunda nám, eða ætla sér að stunda nám, í einhverjum af hinum „teknisku“ háskólum á Norðurlöndum.

Styrkurinn er þó sérstaklega ætlaður þeim sem stunda, eða ætla sér að stunda nám í rafmagnsverkfræði og þá einkum til þeirra er stunda, eða ætla sér að stunda nám í Danmarks Tekniske Universitet (DTU) í Kaupmannahöfn.

Skriflegar umsóknir ásamt staðfestingu skóla um upphaf náms og áætluð námslok þurfa að hafa borist skrifstofu Verkfræðingafélags Íslands fyrir 30. september ár hvert. Ekki verður úthlutað úr sjóðnum á þessu ári.

Umsóknir skulu sendar til:

Námssjóður J.C.Möller
B.t. Verkfræðingafélags Íslands
Engjateigi 9
105 Reykjavík
ÍSLAND

Sjóðstjórn

Sæmundur Þorsteinsson formaður525 4920saemi@hi.is 
Þráinn Sigurðsson545 9500 thrainn.sigurdsson@mnr.is