Tengslanet og fagleg þekking.

VFÍ var stofnað 1912 og er mikilvægur vettvangur til að efla verkfræðilega og vísindalega þekkingu á Íslandi og vinna að hagsmuna- og kjaramálum félagsmanna með fjölbreyttu og öflugu starfi.

Félagsmenn eiga ýmist aðild að Kjaradeild (launþegar) eða Deild stjórnenda og sjálfstætt starfandi.
Kjaradeild félagsins annast gerð kjarasamninga og er því vettvangur launþega í stétt verkfræðinga. Deild stjórnenda og sjálfstætt starfandi hefur staðið fyrir fundum og ráðstefnum af ýmsu tagi. Nú síðast var fundaröð um leyfisferli framkvæmda.

Fagdeildir og landshlutadeildir

Innan vébanda VFÍ starfa deildir, svo sem sérgreinadeildir og landshlutadeildir. Fagdeildir félagsins fjalla um málefni hinna ýmsu verkfræðigreina, byggingar-, efna-, rafmagns- og véla- og iðnaðarverkfræði. Landshlutadeildir eru á Akureyri, Austurlandi og í Vestmannaeyjum.

Deildir mega ekki koma fram opinberlega í nafni VFÍ nema með samþykki stjórnar. Stofnun deildar þarf samþykki stjórnar.

Faghópar og Kvennanefnd

Innan félagsins starfa einnig faghópar sem starfa á svipaðan hátt og deildirnar og hafa það meginmarkmið að efla faglega þekkingu á viðkomandi sviði. Munur á deildum og faghópum er fyrst og fremst sá að einstaklingar utan félags geta verið í faghópum sem starfa innan vébanda VFÍ. 

Innan VFÍ starfar Kvennanefnd og er markmið hennar meðal annars að styrkja tengslanet kvenna og stöðu þeirra innan stéttarinnar.

Íslenska hljóðvistarfélagið

Íslenska hljóðvistarfélagið var stofnað sem faghópur innan VFÍ þann 11. september árið 2006. Nafninu var síðar breytt í Íslenska hjóðvistarfélagið - ÍSHLJÓÐ.