VFÍ er stærsta og öflugasta félag tæknimenntaðra á Íslandi.

Menntamálanefnd VFÍ afgreiðir umsóknir um aðild að VFÍ og/eða starfsheitið.

Þeir sem lokið hafa viðurkenndu verkfræði- eða tæknifræðinámi geta orðið félagsmenn í VFÍ. Ungfélagaaðild er fyrir þá sem stunda nám í verkfræði eða tæknifræði. Ungfélagar greiða ekki félagsgjald.

Inntökubeiðni í VFÍ og/eða umsókn um starfsheiti

  • Umsókninni þarf að fylgja staðfest prófskírteini frá viðkomandi skóla ásamt ferilskrá sem lýsir námi og skilgreiningu á einingum. Fram þarf að koma hvaða ár nám hófst og hvenær því lauk.
  • Hægt er að sækja um hér eða koma á skrifstofuna að Engjateigi 9, Reykjavík.
  • Þeir sem útskrifast frá Verkfræði- og náttúruvísindasviði Háskóla Íslands eða Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík geta heimilað félaginu að sækja námsferilskrána til viðkomandi skóla í stað þess að senda hana inn.
  • Ef einungis er sótt um starfsheiti hjá Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneyti þarf að leggja fram frumskjöl þar sem eru upplýsingar um próf og prófgráður. Ráðuneytið leitar umsagnar hjá VFÍ hvort umsækjandi uppfylli skilyrði til að nota starfsheitið verkfræðingur/tæknifræðingur.
  • Æskilegt er að upplýsingar um undanfara verkfræði- eða tæknifræðináms fylgi. Þ.e. stúdentspróf, sveinspróf eða annað sambærilegt próf, hvaða ár prófi var lokið og frá hvaða skóla.

    Mynd þarf að fylgja umsókn ef um inntökubeiðni í félagið er að ræða.

    Athugið. Umsóknir verða ekki teknar til afgreiðslu fyrr en upplýsingar liggja fyrir sbr. hér að ofan.
Reglur um mat á umsóknum um leyfi til að kalla sig verkfræðing. 
Reglur um mat á umsóknum um leyfi til að kalla sig tæknifræðing.

Umsækjendum er bent á að kynna sér vel inntökureglur og félagslög VFÍ.

Fyrirspurnum um umsóknir svarar skrifstofa VFÍ.