Fyrir þá sem starfa hjá ríki eða sveitarfélögum.

Aðild að Styrktarsjóðnum eiga verkfræðingar og tæknifræðingar sem starfa hjá ríki, borg og öðrum sveitarfélögum. Sjóðurinn greiðir sjúkradagpeninga og styrki vegna útlagðs kostnaðar sjóðfélaga.

Aðild að styrktarsjóði eiga verkfræðingar og tæknifræðingar hjá ríki, Reykjavíkurborg og öðrum sveitarfélögum sem greitt er fyrir í sjóðinn. Einnig starfsmenn hálfopinberra fyrirtækja eins og OR, ON og Veitna. Aðild að sjóðnum er háð því að viðkomandi sé félagi í VFÍ.

Megin tilgangur sjóðsins er að greiða sjúkradagpeninga til sjóðfélaga sem eru í starfi en lenda tímabundið út af launaskrá eða verða fyrir launaskerðingu vegna veikinda eða slysa. Auk þess eru greiddir styrkir vegna útlagðs kostnaðar sjóðfélaga. Í starfsreglunum er að finna almennar úthlutunarreglur.

Að gefnu tilefni skal tekið fram að ekki eru veittir styrkir vegna búnaðar, s.s. reiðhjóla, skó- og útivistarfatnaðar. Greiðslukvittun þarf að fylgja umsókn og má vera allt að 12 mánaða.

Athugið að sækja tímanlega um styrki til líkamsræktar. Umsóknir þurfa að berast fyrir 1. desember ár hvert ef nýta á rétt til skattleysis á árinu. Sjóðurinn fullnýtir heimildir ríkisskattstjóra til skattleysis slíkra styrkja sem er að hámarki kr. 55 þúsund á ári miðað við áunnin réttindi.

Starfsreglur Styrktarsjóðs.

Reglugerð Styrktarsjóðs.

Rafrænt umsóknareyðublað er í valmyndinni. Athugiða að framvísa verður kvittunum. 
Nánari upplýsingar og fyrirspurnir. 

Stjórn Styrktarsjóðs VFÍ

Auður Ólafsdóttir.
Bjarni Bentsson.
Hermann Ólason.
Hreinn Ólafsson.
Hulda Guðmundsdóttir.