Fyrir þá sem starfa hjá ríki eða sveitarfélögum.

Aðild að Styrktarsjóðnum eiga verkfræðingar og tæknifræðingar sem starfa hjá ríki, borg og öðrum sveitarfélögum. Sjóðurinn greiðir sjúkradagpeninga og styrki vegna útlagðs kostnaðar sjóðfélaga.

Aðild að styrktarsjóði eiga verkfræðingar og tæknifræðingar hjá ríki, Reykjavíkurborg og öðrum sveitarfélögum sem greitt er fyrir í sjóðinn. Aðild að sjóðnum er háð því að viðkomandi sé félagi í VFÍ.

Megin tilgangur sjóðsins er að greiða sjúkradagpeninga til sjóðfélaga sem eru í starfi en lenda tímabundið út af launaskrá eða verða fyrir launaskerðingu vegna veikinda eða slysa. Auk þess eru greiddir styrkir vegna útlagðs kostnaðar sjóðfélaga. Í starfsreglunum er að finna almennar úthlutunarreglur.

Starfsreglur Styrktarsjóðs.

Reglugerð Styrktarsjóðs.

Rafrænt umsóknareyðublað er í valmyndinni. Athugið að skila verður frumriti af reikningum. 
Nánari upplýsingar og fyrirspurnir.