VFÍ er fagfélag og kjarafélag verkfræðinga og tæknifræðinga á Íslandi.

Saman erum við sterkari. Það skiptir miklu máli að vera í traustu stéttar- og fagfélagi sem hefur langa sögu og tengingu inn í þitt starfsumhverfi. 

Verkfræðingafélag Íslands er stærsta og öflugasta félag tæknimenntaðra á Íslandi.

Athugið að félagsgjöld í VFÍ eru lág miðað við það sem gengur og gerist á íslenskum vinnumarkaði. Félagsgjaldið er föst upphæð, 3.750.- krónur á mánuði en ekki prósenta af heildarlaunum.
Dæmi um önnur félög: FÍH (0,9%), VR (0,7%), BHM (allt að 1,5%), Viska (0,95%), Efling (0,7%).  

Dæmi af launþega með 900 þúsund í heildarlaun á mánuði:

Félagsgjöld í Verkfræðingafélaginu: Kr. 3.750.-
Félagsgjöld í Visku (0,95%): Kr. 8.550.-
Mismunur á mánuði: Kr. 4.800.- Mismunur á ári: Kr. 57.600.-


Þau sem hafa lokið burtfararprófi í verkfræði eða tæknifræði geta orðið fullgildir félagsmenn í VFÍ. Námið skal vera viðurkennt af ENGINEERS EUROPE, Evrópusamtölum félaga verkfræðinga og tæknifræðinga. Þau sem eru í námi geta orðið ungfélagar og greiða ekki félagsgjald. 

Það sem VFÍ gerir „fyrir mig"

  • Sjúkrasjóður, bakhjarl í veikindum, styrkir til heilsueflingar.
  • Aðrir sjóðir og þjónusta (símenntun, orlofshús).
  • Ráðgjöf, lögfræðileg aðstoð í deilumálum.
  • Ráðningarsamningar, kjarakannanir.
  • Kjarasamningar.
  • Fyrirlestarar og kynningar um fagleg efni.
  • Miðlun upplýsinga.
  • Útgáfa.
  • Tengslanet.
  • Skemmtiviðburðir, golfmót.

Það sem VFÍ gerir „fyrir okkur”

  • Stendur vörð um starfsheitið.
  • Skilgreinir menntunarkröfur, gæði námsins hér á landi og menntun erlendra verkfræðinga og tæknifræðinga sem starfa hér á landi.
  • Hvatning og stuðningur við nám í tæknigreinum.
  • Siðareglur.
  • Samstarf við önnur fagfélög.
  • Alþjóðlegt samstarf.
  • Umsagnir, reglugerðir og lagasetningar.