Öldungadeild VFÍ var stofnuð 27. mars 2019.
Öldungadeild VFÍ vinnur að því að styrkja tengsl eldri félagsmanna, nýta þekkingu þeirra og styðja við starfsemi VFÍ.
Öldungadeild Verkfræðingafélags Íslands var stofnuð 27. mars 2019. Í deildinni eru félagsmenn 65 ára og eldri en viðburðir á vegum deildarinnar eru opnir öllum félagsmönnum.Markmið ÖVFÍ eru einkum þessi:
- Að efla og viðhalda kynnum félagsmanna.
- Að styðja starfsemi Verkfræðingafélags Íslands.
- Að standa að fræðslu fyrir félagsmenn.
Samþykktir Öldungadeildar VFÍ.
Stjórn ÖVFÍ skipa: Pétur Stefánsson, formaður, Bergþór Þormóðsson, Magnús Bjarnason, Daði Ágústsson og Andrés Svanbjörnsson.