Starfsheitin verkfræðingur og tæknifræðingur eru lögvernduð.

Umsóknir um starfsheiti og inngöngu í Verkfræðingafélag Íslands fara fyrir Menntamálanefnd félagsins. Nefndin fylgist einnig með gæðum verkfræði- og tæknifræðináms hér heima og erlendis.

Stofnaðili Endurmenntunar HÍ

VFÍ leggur sitt að mörkum til að efla endurmenntun og símenntun félagsmanna. Félagið var stofnaðili að Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands sem nú heitir Endurmenntun Háskóla Íslands (EHÍ). Í gildi er samstarfssamningur á milli félagsins og EHÍ, markmiðið er treysta tengsl þessara aðila og tryggja gott framboð af námskeiðum.

VFÍ vinnur einnig að endur- og símenntunarmálum með:

  • Ráðstefnum, fundum og fyrirlestrum.
  • Gagnkvæmum kynnum félagsmanna sem styrkja tengslanet þeirra.
  • Skoðunarferðum og vettvangskönnunum.
  • Útgáfu fagrita.