Mikilvægt að tryggja réttindi.

Mikilvægur þáttur í starfsemi VFÍ er að aðstoða félagsmenn að gera ráðningarsamninga. Þegar gerðir eru svokallaðir einstaklingsbundnir ráðningarsamningar er mjög mikilvægt að vanda vel gerð samningsins.

Mikilvægt er að vanda vel gerð einstaklingsbundinna ráðningarsamninga þar sem þeir geta haft veruleg áhrif á réttarsstöðu launþega.

Félagsmönnum er bent á að VFÍ býður aðstoð við gerð og mat á ráðningarsamningum. Þessi þjónusta er ókeypis fyrir félagsmenn.

Almennur vinnumarkaður (Kjarasamningur við SA). Unnið er að gerð nýs kjarasamnings og samningsforms. Hægt er að fá nánari upplýsingar með því að senda tölvupóst: kjaramal@verktaekni.is

Gagnlegar upplýsingar eru á vinnuréttarvef ASÍ.

Að gefnu tilefni er vakin athygli á því að samkvæmt jafnréttislögum er starfsmaður ekki bundinn af því ef sett er skilyrði í ráðningarsamning um að trúnaður skuli ríkja um laun hans.