Við viljum vera til fyrirmyndar.
Markmiðið með umhverfisstefnu VFÍ er að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum bæði fyrir félagsmenn og samfélag.
Umhverfisstefna VFÍ
Á haustmánuðum 2016 var gert átak í að skoða umhverfismál og umhverfisáhrif af starfsemi skrifstofu VFÍ og Verkfræðingahúss frá ýmsum hliðum. Líflegar umræður sköpuðust og starfsfólk vaknaði til vitundar um mikilvægi þess að draga úr umhverfisáhrifum sínum. Í framhaldinu var umhverfisstefna Verkfræðingafélags Íslands útbúin með það að markmiði að vera til fyrirmyndar í umhverfismálum bæði fyrir félagsmenn og samfélag. Stefnan var samþykkt af starfsfólki VFÍ í febrúar 2017 og verður vonandi lifandi í hugum starfsfólks og nefndarmanna í sinni vinnu fyrir Verkfræðingafélag Íslands.
Umhverfisstefna VFÍ
Verkfræðingafélag
Íslands vill stuðla að þróun samfélagsins með sjálfbærni að leiðarljósi og vill
vera til fyrirmyndar í umhverfismálum. Félagið leitast við að hafa jákvæð áhrif
á umhverfi og samfélag með meðvitaðri ákvarðanatöku og þjónustu við félagsmenn.
Umhverfisstefna félagsins er liður í daglegum rekstri skrifstofu Verkfræðingafélagsins til að lágmarka álag á umhverfið og vekja áhuga starfsfólks og félagsmanna á mikilvægi þess að huga að umhverfismálum. Stefnan tekur til allra þátta í starfsemi skrifstofunnar, svo sem við innkaup, auðlindanotkun, meðferð úrgangs og almennan rekstur Verkfræðingahúss.
Markmið VFÍ í umhverfismálum
- Að draga úr umhverfisáhrifum
rekstrar félagsins og Verkfræðingahúss í hvívetna.
- Að stefnumótun og úrbætur í rekstri
taki mið af umhverfismálum.
- Að vera fyrirmynd félagsmanna í
umhverfismálum.
- Að bæta umhverfisvitund starfsfólks
og félagsmanna.
Aðgerðir í umhverfismálum
Innkaup
- Við
innkaup eru umhverfismerktar vörur og þjónusta valin þar sem þess er kostur.
- Við
innkaup er tekið tillit til endingartíma, efna- og orkunotkunar vörunnar.
- Við
innkaup er innlend framleiðsla valin frekar en innfluttar vörur þegar þess er kostur.
- Dregið er úr notkun einnota aðfanga
eftir fremsta megni, svo sem einnota borðbúnaðar og óþarfra umbúða.
Orkunotkun
- Tölvubúnaður
er valinn með tilliti til orkunotkunar og stilltur þannig að lágmarksorkunotkun
verður við notkun hans.
- Notuð er LED-lýsing
þar sem því verður við komið.
- Öll óþarfa ljós eru slökkt að loknum vinnudegi og þegar ekki er nauðsynlegt að hafa kveikt.
Efnanotkun
- Öll
ræstiefni eru merkt með viðurkenndum umhverfismerkjum.
- Ræstingarþjónusta
er keypt af vottuðum aðilum.
- Farið er
sparlega með ræstiefni.
Pappírsnotkun
- Allar
tölvur verði stilltar þannig að sjálfkrafa prentist báðum megin á allan pappír
og í svart/hvítum lit.
- Starfsmenn
eru hvattir til að prenta ekki að óþörfu og lesa frekar af tölvuskjám.
- Leitar er við að geyma gögn frekar á rafrænu formi en á pappír.
Matarsóun
- Á fundum og málstofum er boðið upp á kranavatn, ásamt öðrum
drykkjum.
- Leitast er við að kaupa mat aðeins í hæfilegu magni.
- Leitast er við að kaupa mat sem hefur gott geymsluþol.
- Við innkaup er raðað í skápa og ísskápa eftir fyrningardagsetningum.
Úrgangur, myndun og meðferð
- Lágmarka
skal sóun á öllum sviðum.
- Endurvinnanlegur
úrgangur er flokkaður og skilað til endurvinnslu.
- Lífrænum
leifum er skilað til moltugerðar.
- Öllum
spilliefnum er skilað til viðurkenndra móttökuaðila, svo sem rafhlöðum,
prenthylkjum, ljósaperum og hreinsiefnum.
- Öllum öðrum úrgangi er fargað á viðeigandi hátt.
Samgöngur
- Samgöngustyrkur
er í boði fyrir starfsfólk.
- Sturtuaðstaða
og hjólageymsla er í boði fyrir starfsfólk.
- Leitast er
við að velja umhverfisvænar leiðir þegar ferðast er á vegum
Verkfræðingafélagsins og samnýta ferðir þegar hægt er.
- Hleðslustöðvar
eru í boði fyrir starfsfólk og gesti Verkfræðingahúss sem eru á rafbílum.
- Leitast er við að halda fjarfundi eftir því sem kostur er og er slíkur búnaður í fundarherbergjum.
Fræðsla
- Starfsfólk
Verkfræðingafélagsins og Verkfræðingahúss og félagsmenn VFÍ fá reglulega
fræðslu um umhverfismál
- Í upphafi
funda og málstofa á vegum Verkfræðingafélagsins eru gestir fræddir um flokkun
úrgangs í Verkfræðingahúsi