Stofnuð 17. febrúar 2000.
Markmið Kvennanefndar VFÍ er að tryggja áhrif kvenna á tækniþróun, að styrkja tengslanet kvenna í verkfræði og tæknifræði, gera konur sýnilegri í tæknigreinum og vera jákvæð fyrirmynd fyrir ungar stúlkur.
Stjórn Kvennanefndar VFÍ
Heiða Njóla Guðbrandsdóttir, formaður | 696 3469 | heidanjola@gmail.com | |
Emilía Maí Gunnarsdóttir | emiliamaigunnars@gmail.com | ||
Gyða Mjöll Ingólfsdóttir | 412 6229 | gydamjoll@gmail.com | |
Jóhanna Björk Pálsdóttir | johannabjorkp@gmail.com | ||
Kolbrún Reinholdsdóttir | kolbrun.reinholdsdottir@efla.is |
Facebooksíða Kvennanefndar VFÍ.
Að danskri fyrirmynd
Þann 17. febrúar árið 2000 var stofnuð Kvennanefnd innan Verkfræðingafélags Íslands. Sambærilegar nefndir höfðu þá starfað um árabil innan verkfræðingafélaganna á hinum Norðurlöndunum og framtakssamar konur í hópi verkfræðinga töldu rétt að stofna slíka nefnd hér á landi. Við undirbúning að stofnun nefndarninnar var sérstaklega litið til kvennanefndar IDA, danska verkfræðinga- og tæknifræðingafélagsins, sem þá hafi starfað í fimmtán ár með góðum árangri.
Á stofnfund kvennanefndarinnar mættu 20 konur og þar voru markmið nefndarinnar kynnt en þau eru meðal annars:
- Að kvenverkfræðingar hafi jafnmikil áhrif og taki jafnan þátt í tækniþróun og karlverkfræðingar.
- Að auka ásókn kvenna í verkfræði- og tæknigreinar með því að gera kvenverkfræðinga sýnilegri svo til staðar sé fagleg fyrirmynd fyrir stúlkur.
- Að kynnast innbyrðis og styrkja stöðu kvenna innan stéttarinnar.
Fyrir 1980 höfðu samtals 14 konur lokið prófi í verkfræði. Í Verkfræðingatali sem gefið var út 1996 eru 100 konur sem lokið hafa verkfræðiprófi. Þegar VFÍ og TFÍ voru sameinuð undir lok árs 2016 voru konur um 20% félagsmanna í VFÍ en aðeins um 5% í TFÍ.
Brautryðjendurnir
Þann 7. júní 2013 heiðraði Kvennanefnd VFÍ fjórar konur sem fyrstar íslenskra kvenna luku verkfræðiprófi. Í tilefni af viðurkenningunni var Margréti Guðmundsdóttur sagnfræðingi falið að taka saman stutt ágrip af ævi þessara merku frumkvöðla.
Kristín Kristjánsdóttir Hallberg.
Sigrún Helgadóttir.
Sigríður Á. Ásgrímsdóttir.
Guðrún Hallgrímsdóttir.