Verktækni - Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Icelandic Journal of Engineering

 Í september 2013 kom út fyrsta tölublað Verktækni - tímarit VFÍ sem er ætlað að vera vettvangur fyrir tæknigreinar og ritrýndar greinar sem áður birtust í Árbók félaganna.

Í ritinu eru birtar ritrýndar fræðigreinar og er unnið að skráningu þess í Scopus gagnagrunninn. Það sýnir vilja Verkfræðingafélags Íslands að gefa út fræðigreinar samkvæmt góðum og viðurkenndum vísindalegum aðferðum. 

Enskt heiti Verktækni er: Icelandic Journal of Engineering.  

ISSN (rafræn útgáfa): 2772-1086.
ISSN (pappírsútgáfa): 1670-7362.

Nýr vefur í ágúst 2021

Í ágústmánuði var tekinn í notkun nýr vefur tímaritsins:  https://www.ije.is/

Greinar eru birtar á vefsvæði tímaritsins um leið og þær eru tilbúnar eftir ritrýni og yfirferð. Þar er nú að finna greinar frá og með tölublaði 2017. 

Á vef VFÍ verður enn um sinn hægt að nálgast greinar sem birtast á vettvangi IJE tímaritsins. (Verktækni).

Yfirlit yfir ritrýndar greinar og tækni- og vísindagreinar má nálgast í valmyndinni hægra megin. Þar er einnig hægt að sækja greinarnar á pdf formi.

Á haustmánuðum 2021 verður tekinn í notkun nýr vefur fyrir tímaritið. 

Allt útgefið efni VFÍ er einnig aðgengilegt á timarit.is

Ritrýnireglur VFÍ.

Eyðublað fyrir ritrýnendur.

Verktækni tímarit VFÍ kom fyrst út í september 2013. Fram að þeim tíma, frá 1995, var blaðið 16 blaðsíður og kom út allt að tólf sinnum á ári. Frá þeim tíma hefur áhersla verið á rafræna miðlun upplýsinga. Í tímaritinu eru birtar ritrýndar greinar og almennar tækni- og vísindagreinar.

Verktækni - Icelandic Journal of Engineering 1.tbl.2022

Verktækni - Icelandic Journal of Engineering 1.tbl.2021

Verktækni tímarit VFÍ 1.tbl.2020

Verktækni tímarit VFÍ 1.tbl. 2019

Verktækni tímarit VFÍ 1. tbl. 2018

forsíða verktækni 2017

Verktækni tímarit VFÍ 1. tbl. 2017

Verktækni tímarit VFÍ/TFÍ 1. tbl. 2016

Verktækni tímarit VFÍ/TFÍ 1. tbl. 2015

Verktækni tímarit VFÍ/TFÍ 1. tbl. 2014

Verktækni tímarit VFÍ/TFÍ 3. tbl. 2013