Lág félagsgjöld - Öflugt faglegt starf og hagsmunagæsla.

Félagsgjöld í Verkfræðingafélagi Íslands eru með því lægsta sem gerist hjá sambærilegum félögum á Íslandi.

Ekki er greitt hlutfall af launum heldur föst upphæð ár hvert. Iðgjöld í sjúkra- og styrktarsjóði og starfsmenntunarsjóði eru ekki innifalin í félagsgjöldum og eru þau greidd af vinnuveitanda.

Athugið að félagsgjöld í VFÍ eru lág miðað við það sem gengur og gerist á íslenskum vinnumarkaði. Félagsgjaldið er föst upphæð, 3.750.- krónur á mánuði en ekki prósenta af heildarlaunum. Dæmi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (0,9%), Læknafélag Íslands kr. 137.000.-,  VR (0,7%), BHM (allt að 1,5%), Efling (0,7%).  

Sérstaða VFÍ felst ekki síst í metnaðarfullu og faglegu starfi samhliða hagsmunagæslu í kjaramálum. 

Félagsgjöld eru ákveðin á aðalfundi ár hvert fyrir næsta almanaksár.
Félagsgjald ársins 2023 er kr. 45.000.- (kr. 3.750.- á mánuði).

Ungfélagar, félagar sem eru í fullu námi og heiðursfélagar greiða ekki félagsgjöld. Félagar sem hafa náð 70 ára aldri eða eru hættir að vinna sökum aldurs greiða ekki félagsgjald.

Félagar búsettir erlendis greiða ekki félagsgjald nema þeir hafi valið að nýta sér kosti gestaaðildar.