Lág félagsgjöld - Öflugt faglegt starf og hagsmunagæsla.
Félagsgjöld í Verkfræðingafélagi Íslands eru með því lægsta sem gerist hjá sambærilegum félögum á Íslandi.
Ekki er greitt hlutfall af launum heldur föst upphæð ár hvert. Iðgjöld í sjúkra- og styrktarsjóði og starfsmenntunarsjóði eru ekki innifalin í félagsgjöldum og eru þau greidd af vinnuveitanda.
Athugið að félagsgjöld í VFÍ eru lág miðað við það sem gengur og gerist á íslenskum vinnumarkaði. Félagsgjaldið er föst upphæð, 3.750.- krónur á mánuði en ekki prósenta af heildarlaunum. Dæmi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (0,9%), VR (0,7%), Viska 0,95, BHM (allt að 1,5%), Efling (0,7%).
Sérstaða VFÍ felst ekki síst í metnaðarfullu og faglegu starfi samhliða hagsmunagæslu í kjaramálum.
Félagsgjöld eru ákveðin á aðalfundi ár hvert fyrir næsta almanaksár.
Félagsgjald ársins 2024 er kr. 45.000.- (kr. 3.750.- á mánuði).
Heiðursfélagar, ungfélagar og félagar sem eru í fullu námi greiða ekki félagsgjöld. Félagar sem hafa náð 70 ára aldri eða eru hættir að vinna sökum aldurs greiða ekki félagsgjald.
Nemendur sem eru í 100% starfi, til dæmis sumarvinnu, greiða fullt félagsgjald, enda ávinna þeir sér full réttindi í sjóðum. Nemendur sem eru í hlutastarfi með námi greiða ekki félagsgjald.
Athugið að VFÍ hefur ekki tök á að fylgjast með atvinnuþátttöku nemenda og verða þeir sem vilja fá fellt niður félagsgjaldið að láta vinnuveitanda vita og/eða hafa samband við skrifstofu VFÍ, skrifstofa@verktaekni.is
Félagar búsettir erlendis greiða ekki félagsgjald nema þeir hafi valið að nýta sér kosti gestaaðildar.
Leiðbeiningar vegna rafræns félagsskírteinis
Hægt er að nálgast rafrænt félagsskírteini inn á „Mínum síðum" á vef Verkfræðingafélagsins.
Til
að nálgast félagsskírteinið þarf að skrá sig inn á „Mínar síður" með
rafrænum skilríkjum eða íslykli. Skírteinið er undir AFSLÆTTIR og einnig undir
UPPLÝSINGAR.
Félagsskírteinið má til dæmis nota til þess að sanna félagsaðild sína og nýta
sér ýmis afsláttarkjör sem félagsmönnum er boðið upp á. Allt um afsláttarkjörin
má svo sjá inn á orlofsvefnum undir AFSLÁTTUR.
Ef skírteinið er sótt í tölvu þá kemur mynd af QR kóða.
Þeir sem eru með Android síma þurfa að niðurhala SmartWallet appinu. Eftir það
er QR kóðinn skannaður í appinu. Apple notendur geta notað Apple Wallet appið
sem er þegar í símanum og geta því skannað QR kóðann strax.
Ef þú sækir skírteinið beint í síma þá þurfa Android notendur að vera búnir að
sækja SmartWallet appið en Apple notendur eru þegar með Wallet appið í símanum.
Þegar skírteinið er sótt hleðst niður skrá í símann og eftir að það er búið er
viðeigandi app opnað og þá á skírteinið að vera komið í veskið.