Lág félagsgjöld - Öflugt faglegt starf og hagsmunagæsla.

Félagsgjöld í Verkfræðingafélagi Íslands eru með því lægsta sem gerist hjá sambærilegum félögum á Íslandi.

Ekki er greitt hlutfall af launum heldur föst upphæð ár hvert. Iðgjöld í sjúkra- og styrktarsjóði og starfsmenntunarsjóði eru ekki innifalin í félagsgjöldum og eru þau greidd af vinnuveitanda.

Athugið að félagsgjöld í VFÍ eru lág miðað við það sem gengur og gerist á íslenskum vinnumarkaði. Félagsgjaldið er föst upphæð, 3.750.- krónur á mánuði en ekki prósenta af heildarlaunum. Dæmi: Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (0,9%), VR (0,7%), BHM (allt að 1,5%), Efling (0,7%). 

Sérstaða VFÍ felst ekki síst í metnaðarfullu og faglegu starfi samhliða hagsmunagæslu í kjaramálum. 

Félagsgjöld eru ákveðin á aðalfundi ár hvert fyrir næsta almanaksár.
Félagsgjald ársins 2024 er kr. 45.000.- (kr. 3.750.- á mánuði).

Heiðursfélagar, ungfélagar og félagar sem eru í fullu námi greiða ekki félagsgjöld. Félagar sem hafa náð 70 ára aldri eða eru hættir að vinna sökum aldurs greiða ekki félagsgjald.

Nemendur sem eru í 100% starfi, til dæmis sumarvinnu, greiða fullt félagsgjald, enda ávinna þeir sér full réttindi í sjóðum. Nemendur sem eru í hlutastarfi með námi greiða ekki félagsgjald.
Athugið að VFÍ hefur ekki tök á að fylgjast með atvinnuþátttöku nemenda og verða þeir sem vilja fá fellt niður félagsgjaldið að láta vinnuveitanda vita og/eða hafa samband við skrifstofu VFÍ, skrifstofa@verktaekni.is

Félagar búsettir erlendis greiða ekki félagsgjald nema þeir hafi valið að nýta sér kosti gestaaðildar.