Samstarfsvettvangur í kjaramálum verkfræðinga og tæknifræðinga.

VFÍ er samstarfsvettvangur í kjaramálum og mótandi afl í sókn að bættum kjörum. Félagið er lögformlegur samningsaðili um kaup og kjör félagsmanna. Launþegar tilheyra Kjaradeild VFÍ.

VFÍ gerir reglubundnar kjarakannanir og lögfræðiþjónusta er mikilvægur liður í starfsemi félagsins. Sérfræðingar á sviði kjaramála veita félagsmönnum ráðgjöf og þjónustu og vinna að sérverkefnum á vegum félagsins.
Fyrirspurnir um kjaramál: kjaramal@verktaekni.is

Stjórn Kjaradeildar er skipuð fimm félagsmönnum og fer kosning fram í aðdraganda aðalfundar.

Ráðningarsamningar

Einn mikilvægasti þáttur í starfsemi VFÍ er að aðstoða félagsmenn að gera ráðningarsamninga. Þegar gerðir eru svokallaðir einstaklingsbundnir ráðningarsamningar, sem þýðir að vinnuveitandi er ekki aðili að kjarasamningi við VFÍ, er mjög mikilvægt að vanda vel gerð ráðningarsamnings. 

Lögfræðiaðstoð

Boðið er upp á ókeypis lögfræðiaðstoð vegna kjaramála og ágreiningsmála sem varða kjaralega hagsmuni félagsmanna. Auk þess fá félagsmenn 25% afslátt hjá lögfræðingum VFÍ vegna persónulegra mála.

Lára V. Júlíusdóttir hrl. sinnir lögfræðilegri þjónustu fyrir félagið og í málum er varða rétt félagsmanna. Beiðni um þjónustu hennar þarf að fara í gegnum skrifstofu VFÍ.

VFÍ hvetur félagsmenn sína til að vera vel upplýsta um réttindi og skyldur á vinnumarkaði.

Skýrsla Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands

 Verkfræðingafélag Íslands fól Hagfræðistofnun HÍ að greina launaþróun verkfræðinga og tæknifræðinga frá árinu 2000. Skýrslan: Kjör verkfræðinga og tæknifræðinga 2000-2023 var birt 2023.

Skýrsla Hagfræðistofnunar.