Samningar við opinbera og hálfopinbera aðila.

Samningsaðilar VFÍ á opinberum og hálfopinberum markaði eru nokkrir. Hlekkur á kjarasamninga VFÍ er að finna í valmyndinni. 

Verkfræðingafélag Íslands gerir kjarasamninga við eftirtalda opinbera og hálfopinbera aðila:

  • Orkuveitu Reykjavíkur - OR.
  • RARIK.
  • Landsvirkjun.
  • Reykjavíkurborg - Borg.
  • Ríkið.
  • Samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga - SNS.

Greiðslur í sjóði 

Samkvæmt kjarsamningum á að greiða í kjarasjóði: 

  ORRARIK Borg Ríki Sveitarfélögin 
Fjölskyldu- og styrktarsjóður 0,75% 0,75%0,75%0,75%  1,1%
Orlofssjóður0,25% 0,25%0,30%0,25%0,25%
Vísindasjóður1,60% 1,82% 1,72% 2,20%
Starfsþróunarsjóður 0,60%  0,92%   

Greiðslur í sjóði eru reiknaðar af heildarlaunum, nema hjá ríki, SNS og RARIK vegna Vísinda- og starfsmenntunarsjóða, þar er miðað við dagvinnulaun.

Greiðslum í Vísindasjóð var hætt með kjarasamningum 2020. Borgin greiðir 0,92% í Starfsmenntunar- og starfsþróunarsjóð, (var áður 0,60%).

 ISAVIA Landsvirkjun Landsnet 
Fjölskyldu- og styrktarsjóður 0,75%  *
Orlofssjóður 0,25% 0,25% 0,25% 
Vísindasjóður 1,72%   
 Starfsþróunarsjóður   

* Ekki greitt til VFÍ. Er innan fyrirtækis. Réttindi sambærileg og eru í BHM samningi.