Tengslin við heimalandið tryggð.
Í gildi er samstarfssamningur við félög verkfræðinga á hinum Norðurlöndunum um gestaaðild. Þetta er mjög góður kostur fyrir félagsmenn VFÍ sem flytja til annars lands.
Félagsmenn sem flytja til annars lands til lengri eða skemmri tíma eru eindregið hvattir til að kynna sér gestaaðildina. Með henni er hægt að halda tengslum við VFÍ en jafnframt njóta þjónustu systurfélags í því landi sem búið er í.
Skrifstofan veitir nánari upplýsingar.