Þjónustusamningur við skrifstofu VFÍ.

Skrifstofa VFÍ veitir félagsmönnum í Stéttarfélagi tölvunarfræðinga (ST) þjónustu enda greiði þeir félagsgjald til VFÍ.

Þeir félagsmenn ST hafa fulla aðild að orlofs- og sjúkrasjóðum VFÍ svo framarlega að iðgjöld séu greidd. Einnig eiga þeir vísan aðgang að þjónustu skrifstofunnar á sviði kjaramála.

Sviðsstjóri kjaramála veitir félagsmönnum ráðgjöf og vinnur að gerð kjarasamninga fyrir hönd félaganna.
Sviðsstjóri kjaramála er Elsa María Rögnvaldsdóttir.

Félagsgjald í Stéttarfélag tölvunarfræðinga fyrir árið 2017 er kr. 40.800.- (kr. 3.400.- á mánuði). 

Athugið að Félag tölvunarfræðinga er fagfélag tölvunarfræðinga.

Umsókn um aðild að Stéttarfélagi tölvunarfræðinga.