Viðmiðunarsamningur á almennum markaði.

Í mars 2011 tókust samningar við Samtök atvinnulífsins um ótímabundinn réttindasamning sem tók gildi 1. apríl 2011. Hvorki launatafla né prósentuhækkanir eru í samningnum en miða skal við laun á markaði hverju sinni.

Samningurinn gildir fyrir verkfræðinga, tæknifræðinga, tölvunarfræðinga og byggingarfræðinga sem starfa á almennum markaði. Samningurinn breytir ekki eldri samningum aðila og rýrir ekki ákvæði í ráðningarsamningum.

Hvorki launatafla né prósentuhækkanir eru í samningnum en miða skal við laun á markaði hverju sinni. Sjá nánar kjarakannanir félaganna og kannanir á almennum markaði.

Samkvæmt kjarasamningnum greiða fyrirtækin í eftirtalda sjóði viðkomandi kjarafélags.

  • Í Sjúkrasjóð 1% af heildarlaunum.
  • Í Orlofssjóð 0,25% í af heildarlaunum.
  • Í Starfsmenntunarsjóð 0,22% af heildarlaunum.
    Valkvætt er hvort samið er um að vinnuveitandi greiði í Starfsmenntunarsjóð, en skylt að greiða í aðra sjóði.
  • Í Starfsendurhæfingarsjóð 0,10% af heildarlaunum. Athugið að greiðslu ber að skila til lífeyrissjóðs.

Kjaraviðræður 2016

Varðandi kjaraviðræður og launahækkanir 2016 er rétt að líta á lágmarkshækkanir sbr. SA-ASÍ kjarasamningi sem eru 6,2% frá 1. janúar 2016 og hann gildir til 2019 með viðbótarhækkunum 1. maí 2017 (4,5%) og 1. maí 2018 (3%). Þessi samningur hefur áhrif á heildarhreyfingu launa á almenna markaðanum og þar af leiðandi á markaðslaun verkfræðinga.

Framlag í lífeyrissjóði

Framlag launagreiðenda í lífeyrissjóði mun hækka og verður eftirfarandi:
Frá 1. júlí 2016: 8,5%.
Frá 1. júlí 2017: 10,0%.
Frá 1. júlí 2018: 11,5%.

Kjarasamningur VFÍ við SA

Samkomulag um mótframlag í lífeyrissjóð. Undirritað 18. nóvember 2016.