Viðmiðunarsamningur á almennum markaði.

Samningur Verkfræðingafélagsins við Samtök atvinnulífsins er ótímabundinn réttindasamningur og var síðast endurskoðaður 2021. Samningurinn gildir fyrir verkfræðinga, tæknifræðinga, tölvunarfræðinga og byggingarfræðinga sem starfa á almennum markaði. 

Ákvörðun launa

Laun og önnur starfskjör háskólamanna eru ákvörðuð í ráðningarsamningi sem gerður er milli vinnuveitanda og starfsmanns. Um fjárhæð launa, samsetningu þeirra o.þ.h. fer samkvæmt ákvæðum ráðningarsamnings.

Í launaviðtali um geta vinnuveitandi og starfsmaður meðal annars haft til hliðsjónar launabreytingar í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði og almenna launaþróun háskólamanna.

Kjarasamningur VFÍ við SA

Samkvæmt kjarasamningnum greiða fyrirtækin í eftirtalda sjóði viðkomandi kjarafélags.

  • Í Sjúkrasjóð 1% af heildarlaunum.
  • Í Orlofssjóð 0,25% í af heildarlaunum.
  • Í Starfsmenntunarsjóð 0,22% af heildarlaunum.
  • Í Starfsendurhæfingarsjóð 0,10% af heildarlaunum. Athugið að greiðslu ber að skila til lífeyrissjóðs.

Eldri samningar

Lífskjarasamningur 2019

Í apríl 2019 gerði SA samning við þorra launamanna, verkafólk og verslunarmenn og var ný kaupgjaldsskrá birt á vef SA. 

Launabreytingar frá og með 1. apríl 2019 eru eftirfarandi:

  • Kauptaxtar og mánaðarlaun fyrir fullt starf hækka um kr. 17.000.-
  • Orlofsuppbót er kr. 50.000.- frá 1. maí 2019. Við hana bætist eingreiðsla kr. 26.000.- sem lýtur sömu útreikningsreglum og orlofsuppbótin.
  • Desemberuppbót er kr. 92.000.- á árinu 2019.

Sjá nánar um Lífskjarasamninginn 2019 - 2022 á vef SA.

Kjarasamningur 2018

Meðal helstu breytinga er að staðfest var áður gert samkomulag aðila um aukið framlag vinnuveitanda í lífeyrissjóði, en framlagið hækkar í 11,5% þann 1. júlí 2018. Þá er vinnuveitanda skylt að greiða framlag í Starfsmenntunarsjóð VFÍ sem áður var valkvætt. 

Nýtt ákvæði var tekið inn um staðgengla og breytt eða aukin margvísleg ákvæði í ýmsum köflum samningsins svo sem um uppsagnarfrest á reynslutíma, breytingar á vaktavinnukafla, veikindakafla og fleiru. Þá var lögð aukin áhersla á mikilvægi þess að vinnuveitandi og starfsmaður geri með sér skriflegan ráðningarsamning í upphafi ráðningar og sérstakur skýringarrammi settur í samninginn um ákvæði hans um árleg launaviðtöl.

Frá og með 1. júlí 2018 er launagreiðendum skylt að greiða 0,22% í Starfsmenntunarsjóð VFÍ og 11,5% mótframlag í lífeyrissjóð. 

Kjarasamningur við SA 2018.

Samkomulag um mótframlag í lífeyrissjóð. Undirritað 18. nóvember 2016.