Undir FRV samninginn heyra starfsmenn verkfræðistofanna.

Fyrir 2011 var samningurinn við FRV viðmiðunarsamningur á almennum markaði.
Í dag ber að líta til SA samningsins, samningurinn við FRV á við verkfræðistofurnar einvörðungu.

Kjarasamningur 2019

Samningurinn gildir frá 1. maí 2019 til 1. nóvember 2022.

Samningurinn felur í sér samsvarandi launahækkanir og ákvæði um styttingu vinnuvikunnar og hagvaxtarauka og samið var um í lífskjarasamningi aðildarfélaga ASÍ og SA í apríl 2019. Að auki felur samningurinn í sér eingreiðslu upp á kr. 26.000.- sem samsvarar orlofsuppbótarauka skv. lífskjarasamningnum. Launahækkanir samkvæmt samningnum eru eftirfarandi:

1. maí 2019. Hækkun mánaðarlauna um kr. 17.000.-
1. júní 2019. Eingreiðsla kr. 26.000.-
1. apríl 2020. Hækkun mánaðarlauna um kr. 18.000.-
1. janúar 2021. Hækkun mánaðarlauna um kr. 15.750.-
1. janúar 2022. Hækkun mánaðarlauna um kr. 17.250.-

Kjarasamningur VFÍ og FRV 2019.


Kjarasamningur VFÍ og FRV 2016
Kjarasamningur VFÍ og FRV 2015

Ákvæði úr eldri samningum


Kjarasamningur 2016

Laun hækka samkvæmt samningnum sem hér segir:

 • 6,2% frá 1. mars 2016.
 • 5,0% frá 1. maí 2017.
 • 4,5% frá 1. maí 2018.

Framlag launagreiðenda í lífeyrissjóði hækkar og verður sem hér segir:

 • Frá 1. júlí 2016: 8,5%.
 • Frá 1. júlí 2017: 10,0%.
 • Frá 1. júlí 2018: 11,5%.

Bókun í samkomulaginu: Heimilt er fyrir fyrirtækin að draga frá almennar launahækkanir á tímabilinu
1. desember 2015 til 29. febrúar 2016 frá umsaminni hækkun 1. mars 2016 ef þær ná til meginþorra starfsmanna í fyrirtækinu.

Samningurinn frá 2014 - framlenging samþykkt í apríl 2015

21. apríl 2015 var samþykkt að framlengja gildandi kjarasamning til og með 29. febrúar 2016.  

 1. Gildistími framlengingar er til og með 29. febrúar 2016.
 2. Laun hækka um 3,5% frá og með 1. apríl 2015.
 3. Í október 2015 verður launaliður samningsins tekinn til endurskoðunar auk samningsbundinna réttinda, enda er það sameiginlegur vilji samningsaðila að tryggja samkeppnishæf kjör þeirra sem samningurinn nær til.

Gildandi kjarasamningur við Félag ráðgjafarverkfræðinga var samþykktur í mars 2014. Gildistími er 28. febrúar 2015. (Framlengdur í apríl 2015 til 29. febrúar 2016).

Breytingar frá fyrri kjarasamningi eru:

 • Í nýrri grein 7.4 er kominn texti um trúnaðarmenn.

 • 1. febrúar 2014 hækka laun um 2,8%.

 • 1. júlí 2014 hækka laun um 0,85%.

 • Gildistími samnings er til 28. febrúar 2015.

Samningsaðilar munu koma saman í september næstkomandi til að gera viðræðuáætlun um gerð nýs kjarasamnings sem tekur við af þessum nýsamþykkta  kjarasamningi.

Samningurinn frá 2012

Helstu breytingar varða vinnu á tímabundnum vinnustað og samningnum fylgir samningsform sem félagsmenn eru hvattir til að nota.

Nú eru skilyrði fyrir endurmati mánaðarlauna snöggtum rýmri en áður. Þau skulu tekin til endurmats þegar breyting verður á ábyrgð starfsmanns eða annars þegar ástæða þykir til. Þá hefur dögum vegna veikinda barna verið fjölgað.

Laun hækka á samningstímanum sem hér segir:

3,25% frá og með 1. febrúar 2013.
1,55% frá og með 1. júlí 2013.


Samningurinn frá desember 2011

Vinna á stórhátíðum greiðist með tímakaupi sem nemur 1,375% af mánaðarlaunum.

Breytingar voru gerða á kafla 6 þar sem fjallað er um tryggingar. Vísitöluhækkanir reiknast mánaðarlega og tryggingafjárhæðir hækkaðar. Við 100% örorku verða bætur kr. 40.781.250.-

Þeir sem vinna vaktavinnu skuli fá vaktaálag fyrir unnin störf á þeim tíma er fellur utan venjulegs dagvinnutíma, en er hluti vikulegrar vinnuskyldu.

Ný grein kveður á um stórhátíðardaga. 


Samningurinn frá janúar 2011

Samkvæmt kjarasamningnum er greitt 1% af heildarlaunum í sjúkrasjóð viðkomandi kjarafélags.

Frá og með 1. september 2011 ber öllum launagreiðendum að greiða 0,13% í Starfsendurhæfingarsjóð. Sú greiðsla á að berast til lífeyrissjóðs viðkomandi starfsmanns.