Alexander Jóhönnuson

Framboð til aðalstjórnar Verkfræðingafélags Íslands.

Nafn: Alexander Jóhönnuson.
Fæðingardagur: 30. nóvember 1980.
Vinnustaður: SVAI ehf.
Starf: Framkvæmdastjóri og meðstofnandi hátækni sprotafyrirtækis í heilbrigðistækni.
Menntun: Rafvirkjun og BS próf í hátækniverkfræði frá Syddansk Universitet. 

Reynsla af félagsstörfum og önnur starfsreynsla

Það er nauðsynlegt að samsetning stjórnar VFÍ endurspegli frábæran fjölbreytileika félagsins og að sem flestar greinar hafi fulltrúa í stjórn. Hef verið félagsmaður VFÍ um árabil og notið þeirra góðu verka sem að félagið og eldri stjórnir hafa unnið. Ég sit í stjórn Samtaka Sprotafyrirtækja (hjá Samtökum Iðnaðarins, https://www.si.is/idnadur-og-hugverk/ssp/ ) þar sem ég hef unnið að hagsmunum og stefnumálum sprotafyrirtækja. Þar hef ég m.a. lagt áherslu á sýnileika og hlut verk- og tæknifræðinnar í atvinnulífinu. Einnig á ég sæti í stjórn Tækniseturs sem brúar bilið milli rannsóknarsamfélags og atvinnulífs (https://www.taeknisetur.is/) og þá sértaklega á sviði hátækni, efnistækni, lífvísinda og orkumála.

 

Starfsreynslan er breið og spannar allt frá iðnstörfum og kennslu, til vöruþróunar á hátæknivörum á sviði gyllinæðar og gervútilima, vélmenna og heilbrigðistækni, bæði hér heima og erlendis.

https://www.linkedin.com/in/alexanderjohonnuson/

 

Helstu áherslur vegna framboðs

Ein stærsta áskorun atvinnulífsins og sér í lagi hugverkadrifins iðnaðar hefur verið skortur á tækni- og verkfræðingum. Þessa sömu áskorun eigum við að nota til þess að menntun og reynsla tækni- og verkfræðinga sé metin að verðleikum og endurspeglist í kjörum. Við þurfum að vinna að því að auka enn betur sýnileika okkar sem starfsgreinar út á við. Framtíð tækni- og verkfræði verður á sviði hugverkadrifins iðnaðar og tel ég mikilvægt að koma þeim málefnum snemma að, t.d. í grunnskólum.
Önnur málefni sem ég legg áherslu á er að auka framboð af orlofshúsum og styrkja þjónustu við félagsmenn. Einnig er mikilvægt að VFÍ sé öflugur umsagnaraðili lagafrumvarpa Alþingis.

 

Ég tel mig koma með ferska vinda og opin hug til að geta starfað sem fulltrúi allra félagsmanna. Ég mun leitast eftir því að opna enn betur á samtal milli félagsmanna og stjórnar svo mismunandi raddir fá að heyrast sem oftast. Ég vil læra meira af ykkur og beisla ykkar orku til framfara fyrir okkur öll.

Ég er þess fullviss að gott samstarf stjórnar og starfsfólks VFÍ geti leitt af sér frábæra áfangasigra og haldið áfram því góða starfi VFÍ.

Ég óska eftir þínum stuðningi félagsmaður góður í komandi stjórnarkjöri VFÍ.

 

Netfang: alexander.johonnuson@outlook.com