Anna Beta Gísladóttir, byggingarverkfræðingur

Framboð til aðalstjórnar Verkfræðingafélags Íslands.

Nafn: Anna Beta Gísladóttir.
Fæðingardagur: 23. maí 1988.
Vinnustaður: Ráður ehf.
Starf: Meðeigandi og ráðgjafi.
Menntun: MS-próf í byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands.

Reynsla af félagsstörfum og önnur starfsreynsla

Starfaði með námi hjá Rannsóknarmiðstöðinni í jarðskjálftaverkfræði og á verkfræðistofunni Mannviti. Vann eftir útskrift hjá Eflu verkfræðistofu á buðarþolssviði og sinnti margvíslegum verkefnum tengdum burðarþolshönnun, framkvæmdum, gagnaúrvinnslu og annarri verkfræðilegri ráðgjöf. Stofnaði ráðgjafafyrirtækið Ráð árið 2017 sem sérhæfir sig í að veita fyrirtækjum og stofnunum ráðgjöf við innleiðingu gæðakerfa og framkvæmd greininga í tengslum við Jafnlaunastaðal ÍST 85. Hef sinnt kennslu og sit í tækninefnd hjá Staðlaráði Íslands við endurskoðun á Jafnlaunastaðli. Hef setið í stjórn VFÍ frá apríl 2019. 

Helstu áherslur vegna framboðs

Halda áfram fróðlegu og gefandi starfi innan VFÍ og stuðla að áframhaldandi eflingu starfsins innan félagsins. Áherslumál lúta að því að:

  • Halda á lofti áherslum er varða jafnréttismál, hvort sem um er að ræða á grundvelli kyns eða annarra þátta.
  • Standa vörð um orðspor og ímynd félagins, meðal annars með því að auka sýnileika félagsins út á við og auka upplýsingagjöf til almennings og félagsmanna.
  • Stykja starf deilda og faghópa innan félagsins og stuðla að aukinni þátttöku breiðari hóps félagsmanna að starfinu.
  • Standa vörð um gæði menntunar og orðspors fagsins ekki síst með áherslu á grunnmenntun tengda verk- og tæknifræði.

Netfang: anna@radur.is