Ásdís Sigurðardóttir

Framboð til aðalstjórnar Verkfræðingafélags Íslands.

Asdis-SigurdardottirNafn: Ásdís Sigurðardóttir.
Fæðingardagur: 25. janúar 1983.
Vinnustaður: Ísfell.
Starf: Viðskiptaþróunarstjóri. 
Menntun: BS-próf í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og MS-próf í framleiðslu- og gæðaverkfræði frá NTNU 2015.

Reynsla af félagsstörfum og önnur starfsreynsla

Ég hef setið í stjórn Staðlaráðs Íslands síðan í maí 2021. Áður var ég í stjórn faghóps um Stjórnun viðskiptaferla (BPM) hjá Stjórnvísi, 2017-2019. Í mastersnámi mínu var ég varaforseti skólafélagsins IRIS 2013-14.

Ég starfaði hjá Marel frá 2017-21, lengst af sem gæðastjóri á Íslandi og í Bretlandi. Ég bar m.a. ábyrgð á gæðakerfi framleiðslustöðvanna sem eru með margvíslegar vottanir, kenndi Lean og stöðugar umbætur og þróaði kerfi fyrir gæða- og öryggismál sem Marel nýtir um allan heim. Einnig tók ég þátt í 5 ára stefnumótun gæðamála fyrir Marel. Í Noregi starfaði ég við óháð framkvæmdaeftirlit fyrir OPAK 2015-2017. Ég yfirfór hönnun með það í huga hvort hún stæðist norsk lög og byggingarreglugerðir og hafði eftirlit með vinnu þeirra verktaka sem komu að framkvæmdum til þess að staðfesta að samsvar væri á milli hönnunar og framkvæmda. Hjá VN starfaði ég sem gæðastjóri 2011-13 og innleiddi ISO 9001, ISO 14001 og OHSAS 18001. Ég var hjá Mannviti 2008-11 í verkefnum tengdum hitaveitu og burðarþolshönnun.

Helstu áherslur vegna framboðs

Hjá VFÍ er unnið mjög gott starf. Ég tel mikilvægt að reglulega komi inn fólk með nýjar áherslur og hugmyndir í takt við nýja og síbreytilega tíma.

Núna standa mörg félög frammi fyrir því að virkni félagsmanna í félagsstarfinu er ekki eins mikil og óskandi væri. Ég mun leggja mig fram við að gera félagsstarfið eftirsóknarvert svo félagsmenn, ekki síst yngri félagsmenn, taki það fram yfir fjölmargt annað sem er í boði.

Hluti af breyttu umhverfi er vaxandi notkun á fjarfunda- og fjarfræðslubúnaði. Þessi þróun heldur áfram þótt áhrif Covid-19 minnki eins og við öll vonum. Ég mun leggja mikla áherslu á að efla þennan þátt í starfi VFÍ svo allir geti nýtt sér þjónustu og fræðslu félagsins án þess að leggja tíma og kostnað í ferðalög. Með þessu getum við styrkt félagið verulega og aukið jafnræði meðal félagsmanna, hvar sem þeir eru staddir í heiminum.

Netfang: asdis@isfell.is