Bergþór Þormóðsson, rafmagnstæknifræðingur

Framboð í stjórn Deildar stjórnenda og sjálfstætt starfandi í VFÍ.

Bergthor-Thormodsson01

Nafn: Bergþór Þormóðsson.
Fæðingardagur: 1. maí 1953.
Menntun: B.Sc. í rafmagnstæknifræði frá Háskólanum í Áróslum.



Reynsla af félagsstörfum og önnur starfsreynsla

Hef starfað fyrir Tæknifræðingafélagið (nú VFÍ) frá 1987. Var formaður TFÍ og hef átt sæti í Menntunarnefnd.

Starfsferill:
2011 - 2017 BSI á Íslandi ehf. Sérfræðingur. BSI á Íslandi ehf er faggildur úttekaraðili sem sérhæfir sig í alþjóðlegum stjórnkerfisstöðlum. Sérfræðingur í GAP-greiningu verkferla og færnimati.

2010 - 2011 Verkfræðistofan Leiðir ehf. Framkvæmdastjóri.

2007 – 2010 Ístak hf. Sérfræðingur á svið i gæða- og öryggismála. Öryggis- og umhverfisúttektir á vinnustöðum og yfirferð öryggismála með starfsmönnum. Áhættugreining verkþátta.

2006 Ískraft hf. Deildarstjóri iðnstýrisviðs.

1992 – 2006 Orkuveita Reykjavíkur. Sérfræðingur í Gæða-,  umhverfis og öryggismáladeild. Deildarstjóri Jaðarveitna Orkuveitu Reykjavíkur. Verkefnastjóri sameiningar veitufyrirtækja Reykjavíkur. Gæðastjóri Rafmagnsveitu Reykjavíkur.

1988 – 1992 Heimilistæki hf. Deildarstjóri tæknideildar Heimilistækja hf.

1987 Vista - Verkfræðistofa. Hönnun stýringa og rafkerfa.  

Netfang: bergthor1953@gmail.com