Brynjar Örn Ragnarsson, rafeindatæknifræðingur

Framboð til aðalstjórnar Verkfræðingafélags Íslands.

Brynjar-Orn-Ragnarsson

Nafn: Brynjar Örn Ragnarsson.
Fæðingardagur: 1. janúar 1958.
Vinnustaður: Neytendastofa.
Starf: Sérfræðingur á mælifræðisviði.
Menntun: Rafeindatæknifræðingur frá Ingeniörhöjskolen í Árósum 1985.





Reynsla af félagsstörfum og önnur starfsreynsla

Fyrri störf voru hjá Eðlisfræði- og tæknideild Ríkisspítala, tæknideild Sjúkrahúss Reykjavíkur, verkfræðideild Landspítala Háskólasjúkrahúss, Geislavörnum ríkisins og sem kvörðunarstjóri hjá Actavis.

Helstu áherslur vegna framboðs

Undirritaður hefur verið félagsmaður frá árinu 1985, en lítið lagt lóð á vogarskálarnar varðandi stjórn í félaginu.

Að mörgu leiti finnst mér að ég skuldi félaginu það.

Netfang: brynjar@neytendastofa.is