Erlendur Örn Fjeldsted, byggingatæknifræðingur

Framboð í stjórn Kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands.

Erlendur-Orn-Fjeldsted

Nafn: Erlendur Örn Fjeldsted.
Fæðingardagur: 30. október 1965.
Vinnustaður: Efla hf.
Starf og menntun: Verkefnastjóri, byggingatæknifræðingur B.Sc. og húsasmiður.Reynsla af félagsstörfum og önnur starfsreynsla.

Ég hef setið í stjórn Kjaradeildar VFÍ frá 2017. Var fulltrúi í samninganefnd TFÍ/VFÍ 2014-2018. Sat í Skipulagsnefnd og byggingarnefnd Mosfellsbæjar 2008-2014 og sat jafnframt í Jafnréttisnefnd bæjarfélagsins í fjögur ár.

Hef tekið virkan þátt í starfi Kiwanishreyfingarinnar frá 1999. Var svæðisstjóri á Grettissvæði, forseti Kiwanisklúbbsins Mosfells í Mosfellsbæ í tvígang auk þess að sinna ýmsum trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn.

Sat í stjórn meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Aftureldingu 2009-2011 og formaður 2010-2011. Sat einnig í stjórn skátafélagsins Mosverja í Mosfellsbæ árin 2004-2012 og foreldrafélögum leik- og grunnskóla barnanna minna. 

Helstu áherslur vegna framboðs

Ég vil hag verkfræðinga og tæknifræðinga sem mestan. Ég legg áherslu á að halda uppi mikilvægi okkar sem starfsgreinar og að kjör okkar haldi vel í sambærilegar starfsstéttir sem við berum okkur saman við.

Ég tel mikilvægt að Sjúkra- og Styrktarsjóðir VFÍ séu raunverulegur stuðningur við félagsmenn og trygg aðstoð við þá sem þurfa aðstoð eftir slys eða veikindi. Ég tel einnig mjög mikilvægt að stjórn Kjaradeildar sé í nánum tenglsum við félagsmenn og leiti m.a. beint til þeirra varðandi mikilvægt málefni líkt og gert var með áherslukönnun vegna komandi kjarasamninga. 

Í starfi mínu fyrir Kjaradeild og samninganefnd TFÍ/VFÍ á síðustu árum hef ég aflað mér reynslu og fengið góða innsýn í skipulag og störf félagsins. Ég hef einnig mikinn áhuga á að starfa áfram í stjórn Kjaradeildar VFÍ og óska eftir stuðningi ykkar til  þess að vinna áfram að hag félagsmanna.

Netfang: erlendur.orn.fjeldsted@efla.is