Erlendur Örn Fjeldsted, byggingatæknifræðingur

Framboð í aðalstjórn Verkfræðingafélags Íslands.

Nafn: Erlendur Örn Fjeldsted.
Fæðingardagur: 30. október 1965.
Vinnustaður: Upphaf fasteignafélag.
Starf: Framkvæmdastjóri.
Menntun: Byggingatæknifræðingur B.Sc. og húsasmiður.

Reynsla af félagsstörfum og önnur starfsreynsla.

Ég hef setið í Stjórn Kjaradeildar VFÍ frá 2017.
Var í samninganefnd VFÍ við endurnýjun kjarasamnings við SA á síðasta ári (2021).
Var fulltrúi í samninganefnd TFÍ/VFÍ frá 2014-2018.
Sat í Skipulagsnefnd og byggingarnefnd Mosfellsbæjar frá 2008-2014 og sat jafnframt í Jafnréttisnefnd bæjarfélagsins í fjögur ár.
Hef tekið virkan þátt í starfi Kiwanishreyfingarinnar frá 1999. Er svæðistjóri Sögusvæðis, var svæðisstjóri
á Grettissvæði, forseti Kiwanisklúbbsins Mosfells í Mosfellsbæ í tvígang auk þess að sinna ýmsum
trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn.
Sat í stjórn meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Aftureldingu 2009-2011 og formaður 2010-2011. Sat
einnig í stjórn skátafélagsins Mosverja í Mosfellsbæ árin 2004-2012 og foreldrafélögum leik- og
grunnskóla barnanna minna

Helstu áherslur vegna framboðs

Ég vil hag verk- og tæknifræðinga sem mestan. Ég legg áherslu á að halda uppi mikilvægi okkar sem
starfsgreinar og að kjör okkar haldi vel í sambærilegar starfsstéttir sem við berum okkur saman við.

Ég tel mikilvægt að Sjúkrasjóður VFÍ sé raunverulegur stuðningur við félagsmenn og trygg aðstoð við þásem þurfa aðstoð eftir slys eða veikindi. Ég tel einnig mjög mikilvægt að Stjórn VFÍ sé í nánum tengslum við félagsmenn sína og leiti m.a. beint til þeirra varðandi mikilvæg málefni líkt og gert var með áherslukönnun vegna kjarasamninga.

Í starfi mínu fyrir Kjaradeild og samninganefnd VFÍ/TFÍ á síðustu árum hef ég aflað mér reynslu og fengiðgóða innsýn í skipulag og störf félagsins. Ég hef mikinn áhuga á að starfa í aðalstjórn VFÍ og óska eftir stuðningi ykkar til þess að vinna áfram að hag félagsmanna VFÍ.

Netfang: Erlendur.fjeldsted@upphaf.is