Gestur Valgarðsson, vélaverkfræðingur.
Framboð til aðalstjórnar Verkfræðingafélags Íslands.
Nafn: Gestur Valgarðsson.
Fæðingardagur: 2. febrúar 1955.
Vinnustaður: Sjálfstætt starfandi.
Menntun: Próf frá Vélskóla Íslands 1977, 4. stig. Raungreinadeildarpróf frá TÍ 1978. Fyrrihlutapróf í vélaverkfræði frá HÍ 1982. M.Sc.-próf í vélaverkfræði frá The University of Tennessee, Knoxville í Bandríkjunum 1985.
Reynsla af félagsstörfum og önnur starfsreynsla
Á árunum 1994 til 2004, áður en ég fluttist búferlum til Montreal í Kanada, var
ég virkur í stjórnmálum, bæði á
Seyðisfirði og Kópavogi. Ég var virkur félagi í Rótarýklúbbi Kópavogs og síðar stofnfélagi og
forseti Rótarýklúbbsins Þinghóls í Kópavogi.
Ég átti sæti í stjórn Verkefnastjórnunarfélags Íslands (VSF) í eitt
kjörtímabil.
Ég var kjörinn í stjórn Frú Láru á Seyðisfirði 1996 og átti þar sæti uns ég
flutti til Reykjavíkur.
Forseti Badmintonsambandsins.
Helstu áherslur vegna framboðs
Ég hef starfað við verkfræði allt frá árinu 1989 þegar ég fluttist heim frá Bandaríkjunum. Ég hef komið að ýmsum þáttum atvinnulífsins, meðal annars í sjávarútvegi, áliðnaði, hjá sveitarfélögunum og í mjólkuriðnaðinum. Þá hef ég unnið fjölmörg verkefni sem snúa að nýfjárfestingum erlendra fjárfesta.
Ég vil gera veg verk- og tæknifræði og raunar alls raunvísindafólks sem mestan og mun undirstrika mikilvægi okkar með virkri þátttöku í þeim miðlum sem standa okkur til boða. Við eigum að eiga háværa rödd í okkar samfélagi og kynna mikilvægi okkar þekkingar og reynslu.
Ég mun beita mér af mætti til að bæta laun okkar og færa þau sem næst því sem þekkist í nágrannalöndunum.
Við stöndum á tímamótum gervigreindar eigum við að hasla okkur völl og vera virkir þátttakendur ásamt hugvísindafólki í þeim breytingum sem við sjáum fyrir okkur. Þannig munum við stuðla að þroska og framförum hér eftir sem hingað til.
Netfang: gesturvalgardsson@gmail.com