Gunnar Sigvaldason, rafmagnstæknifræðingur

Framboð í stjórn Kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands.

Gunnar-Sigvaldason

Nafn: Gunnar Sigvaldason.
Fæðingardagur: 13. september 1985.
Vinnustaður: Lota.
Starf: Hönnun sterkstraumskerfa, greiningar og útreikningar. Verkstýring og almenn raflagnahönnun.
Menntun: BS próf í tæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík 2015.


Reynsla af félagsstörfum og önnur starfsreynsla

Sat tvö ár í stjórn starfsmannafélags Lotu. Gegndi embætti skemmtanastjóra Technis, nemendafélags iðn- og tæknifræðinema í Háskólanum í Reykjavík, veturinn 2012-2013. Sá um árlengan undirbúning „Sviðamessu“ á Djúpavogi ásamt fríðum flokki á árunum 2006 – 2012.

Hef ávallt verið mjög virkur félagslega og tekið þátt í ýmsum nefndarstörfum meðal annars í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Sat í skólaráði, heimavistarráði og mötuneytisráði, var einnig útvarpsstjóri og í stjórn nemendafélagsins 2002-2005. Tók þátt í fjórum leiksýningum í ME og hef setið nokkur leiklistarnámskeið.

Er rafvirki að mennt og vann við rafvirkjun meðfram skóla 2007 – 2014. Starfaði sjálfstætt sem rafverktaki árið 2015 eða þar til ég hóf störf hjá Lotu í janúar 2016.

Helstu áherslur vegna framboðs

Vil láta gott af mér leiða og vinna í þágu félagsmanna að betri kjörum.

Netfang: gunnar@lota.is / gunsig13@gmail.com