Halldór Ó. Zoëga, B.Sc. í iðnaðarverkfræði, MPA

Framboð til stjórnar Kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands.

Halldor-Zoega01Nafn: Halldór Ó. Zoëga.
Fæðingardagur: 14. maí 1958.
Vinnustaður: Samgöngustofa.
Starf: Deildarstjóri Mannvirkjadeildar á Mannvirkja- og leiðsögusviði.
Menntun: Fjórða stig Stýrimannaskólans í Reykjavík 1982, verkfræðingur frá Háskólanum í Álaborg 1987, Meistaragráða í opinberri stjórnsýslu (MPA) frá Háskóla Íslands 2008.

Reynsla af félagsstörfum og önnur starfsreynsla

Verkefnastjóri hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands 1988 til 1992, forstöðumaður Matvælaeftirlitssviðs Fiskistofu 1996 til 2007, fjármálastjóri Félagsvísindasviðs HÍ 2008 til 2010, Fjármálastjóri Keilis 2010 til 2013. Deildarstjóri mannvirkjadeildar Samgöngustofu frá 2014. Trúnaðarmaður VFÍ hjá Samgöngustofu frá 2015. Sat í stjórn Amnesty International á Íslandi 2008 til 2011. Ýmis önnur störf s.s. sjómennska, verktakavinna, ráðgjöf og kennsla.

Helstu áherslur vegna framboðs

Nýlega gengu félagsmenn Kjaradeildar VFÍ frá stofnanasamningi við Samgöngustofu og var ég þar í samstarfsnefndinni sem trúnaðarmaður. Var það langt ferli og nokkuð strangt, þar sem að komu verkfræðingar og tæknifræðingar frá þeim þremur stofnunum sem runnu inn í Samgöngustofu. Í því ferli sá ég hversu mikilvægt það er að Kjaradeild VFÍ sé sterk og virk og hafi bolmagn til að koma að baráttu félagsmanna á einstökum vinnustöðum. Í ljósi þeirrar reynslu langar mig til að bjóða fram krafta mína til að aðstoða félaga í Kjaradeild VFÍ í sinni baráttu.

Netfang: nhalldor@gmail.com