Hlín Benediktsdóttir, byggingarverkfræðingur

Framboð til aðalstjórnar Verkfræðingafélags Íslands.

Hlin-BenediktsdottirNafn: Hlín Benediktsdóttir.
Fæðingardagur: 6. maí 1981.
Vinnustaður: Veitur ohf.
Starf: Teymisstjóri hönnuða.
Menntun: BSc. í byggingar- og umhverfisverkfræði frá Háskóla Íslands. MSc. í byggingarverkfræði og verkefnastjórnun frá Heriot-Watt University. MLM í Forystu og stjórnun frá Háskólanum á Bifröst.

Reynsla af félagsstörfum og önnur starfsreynsla

Undanfarin fjögur ár hef ég setið í stjórn Kjaradeildar Verkfræðingafélags Íslands, síðustu tvö árin sem varaformaður. Frá 2014 til 2018 var ég formaður foreldrafélags leikskólans Stekkjaráss ásamt því að vera í foreldraráði leikskólans. Árin 2009 til 2010 var ég stjórn fimleikadeildar Fimleikafélagsins Björk og var formaður tækninefndar í Hópfimleikum hjá Fimleikasambandi Ísland frá 2003 til 2006.

Frá því ég útskrifaðist frá Háskóla Íslands 2004 hef ég starfað hjá Fjarhitun, ÍAV, Verkís og starfa nú hjá Veitum. Síðustu sex ár hef ég starfað sem verkefnastjóri, rekstrarstjóri vatnsveitu og nú síðast sem teymisstjóri hönnuða hjá Veitum.

Helstu áherslur vegna framboðs

  • Að Verkfræðingafélagið nái til breiðari hóps verkfræðinga og tæknifræðinga.
  • Að Verkfræðingafélagið verði enn sýnilegra félagsmönnum.
  • Stuðla að því að jafnréttis sé gætt innan stétta verkfræðinga og tæknifræðinga.
  • Að Verkfræðingafélagið sé stuðningur fyrir verkfræðinga og tæknifræðinga til að þeir séu sýnilegri í þjóðfélaginu.
  • Að leitað sé til sérþekkingar hjá félagsmönnum um málefni er varða verkfræði og tæknifræði
  • Verkfræðingafélagið beiti sér enn meir fyrir kynningu á verkfræði og tæknifræði á grunn- og framhaldsskólastigi, bæði námsframboði og fjölbreytni í störfum verkfræðinga og tæknifræðinga.

Netfang: hlinb@veitur.is