Ívar Már Jónsson, rafmagnsverkfræðingur

Framboð til aðalstjórnar Verkfræðingafélags Íslands.

Ivar-Mar-Jonsson

Nafn: Ívar Már Jónsson.
Fæðingardagur: 28. febrúar 1965.
Vinnustaður: Sjálfstætt starfandi.
Menntun: Próf í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands 1988. M.Sc. í rafmagnsverkfræði frá University of British Columbia, Kanada.


Reynsla af félagsstörfum og önnur starfsreynsla

Stjórn Rafmagnsverkfræðingadeildar VFÍ 1995 – 1998. Fulltrúi í Endur- og símenntunarnefnd VFÍ 1996 – 1998. Íþróttafélagið Þróttur - meðstjórnandi og gjaldkeri í flokkastarfi bæði í handbolta og fótbolta, fjögur ár. Langholtsskóli – bekkjarfulltrúi, fjögur ár. Foreldrafélag Skólahljómsveit Austurbæjar - meðstjórnandi í þrjú ár. Fararstjóri í nokkrum skólaferðalögum barnanna minna, innanlands og erlendis. Meðstjórnandi í Reykjavíkurráði Viðreisnar, 2016 - 2017. Meðstjórnandi og ritari í stjórn Starfsmannafélags Mannvit, 2017 - 2019.

Ég er rafmagnsverkfræðingur með 30 ára reynslu í rafmagns-, orku- og stýriverkfræði. Verkefni hafa spannað allt frá stjórnun, verkefnastjórnun, hönnun, kennslu, handleiðslu, eftirliti og uppsetningu, til hugbúnaðarþróunar, innleiðingar og úttektar á kerfum og ferlum í iðnaði og orkugeiranum.

Helstu áherslur vegna framboðs

Halda áfram því góða starfi sem unnið hefur verið að hjá fyrri stjórnum VFÍ. Starfsemi VFÍ er í góðum farvegi eftir sameiningu félaganna 2016. Efla þarf frekari tengsl við menntastofnanir og atvinnulífið. Standa vörð um menntunarkröfur verkfræðinga og tæknifræðinga en jafnframt vinna að umbótum og nýjungum í menntun og endurmenntun. Auka enn frekar virðingu á starfsheitunum verkfræðingur og tæknifræðingur tryggja þannig auknar kjarabætur.

VFÍ þarf að styðja við og taka virkan þátt í ýmiss konar þjóðfélagsmálum, s.s. heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. VFÍ á að stuðla að sjálfbærni á öllum sviðum þjóðfélagsins, m.a. með vitundarvakningu á tækniframförum, betri stefnumótun og verkefnastjórnun.

Hlúa þarf betur að bæði eldri og yngri félagsmönnum til að auka félagsaðild að VFÍ. Það þarf að endurskoða fjölda fagtæknifélaga og efla starf þeirra.

Tryggja þarf stöðugan og markvissan rekstur VFÍ og skrifstofu VFÍ. Endurskoða þarf félagsgjöld bæði til hagræðingar og mögulegri aukinni þjónustu við félagsmenn.

Netfang: ivarjonsson@gmail.com