Jóhannes Benediktsson, byggingartæknifræðingur

Framboð til aðalstjórnar Verkfræðingafélags Íslands.

Nafn: Jóhannes Benediktsson.
Fæðingardagur: 29. apríl 1957.
Vinnustaður: Efla, verkfræðistofa.
Starf: Sérfræðingur.
Menntun: B.Sc. próf í byggingartæknifræði frá Ingeniørhøjskolen i Horsens, Danmörku.
Reynsla af félagsstörfum og önnur starfsreynsla

1983-2005: Verkefnastjóri á Byggindadeild Borgarverkfræðings, rekstrarstjóri Trésmiðju Reykjavíkurborgar, Deildarstjóri þjónustudeildar á Fasteignastofu Reykjavíkurborgar.

Formaður Kjarafélags tæknifræðinga1991–1994.
Formaður samninganefndar  TFÍ við ríki og Reykjavíkurborg 1994-2005.
Formaður Tæknifræðingafélags Íslands (TFÍ) 1997–2003 og 2016-2017.
Varaformaður VFÍ 2017-2020.
Formaður stjórnar Sjúkrasjóðs TFÍ 2006-2016.
Formaður Menntanefndar TFÍ 1996–2013.

Hef skipulagt 18 Rýnisferðir á vegum TFÍ/VFÍ.
Í stjórn Eflu frá 2020.
Stundakennari við Háskólann í Reykjavík.

Félagsstörf á sviði skógræktar og umhverfismála
Stjórnarmaður í Skógræktarfélagi Reykjavíkur frá 2014.
Formaður Skógræktarfélags Reykjavíkur frá 2018.

Störf fyrir íþróttahreyfinguna.
Formaður Sunddeildar KR frá 1997-2016.
Formaður Sundráðs Reykjavíkur 2004-2008.
Gullmerki ÍBR 2013 fyrir störf á sviði íþróttamála.
Gullmerki KR með lárviðarsveig 2016.

Í stjórn SSÍ 1999 – 2007.
Silfurmerki SSÍ 2007.
Silfurmerki ÍSÍ 2009

Framkvæmdastjórn KR 2006- 2010

Fararstjóri í 10–15 ferðum félags- og landsliða SSÍ.

Helstu áherslur vegna framboðs

Með framboði mínu í formannsembætti TFÍ árið 2016 var markmið mitt að vinna að sameiningu TFÍ og VFÍ og ná fram hagkvæmari og einfaldari rekstri sameinuðu félagi. Þetta hefur gengið vel eftir.
Helstu verkefni VFÍ á næstu árum eru meðal annars að:
Styrkja kjarabaráttuna og þjónustu við félagsmenn VFÍ.
Aukið framboð á orlofshúsum.
Tryggja fjölbreytta menntun hérlendis á sviði verkfræði og tæknifræði.
Auka sýnileika VFÍ í samfélaginu með virkri þátttöku i þjóðfélagsumræðu.
Kynna ungu fólki vel náms- og starfsmöguleika í verkfræði og tæknifræði.
VFÍ sé öflugur umsagnaraðili varðandi lagafrumvörp frá Alþingi.
Auka enn frekar sýnileika og umfang á Degi verkfræðinnar.
Stofna ungliðadeild innan VFÍ með áherslu á fagleg málefni.
Veita viðurkenningar fyrir góða ráðgjöf á sviði verkfræði og tæknifræði.